Menntamál - 01.12.1969, Side 69
MENNTAMÁL
275
svaraði til eins eða jafnvel eins og hálfs árs náms fram
yfir þær.
Hér fer á eftir úr greinargerð með námsskránni:
„Nú er óhæfilegt að kenna yfir 36 kennsfustnndir á viku
í skólum, sem bóklegir eru að miklum eða mestum hluta,
og þó einkum, ef tímar dreifast á marga staði, svo sem
verið hefur í Kennaraskólanum, m. a. vegna æfingakennslu
og íþrótta. Er því einsætt, að ekki verður hjá því komizt
að fækka kennslustundum um a. m. k. 4 á viktt hverri í
hverjum bekk af þeim sökum einum eða alls um 14—1 (5
stundir, en þessi skerðing ein sér nemur fuffu hálfsvetrar-
námi í bóklegum greinum. Þá kemur það enn til, að
bundnar kennslustundir skyldu vera því færri sem vinnu-
brögð nemenda eru sjálfstæðari. Og loks kemur til kjör-
frelsi með auknu námi í aðalgreinum, og verður því ekki
við komið, nema rýmt sé til á töflunni sem því nemur.
Ég hef gert drög að breytingum, er ég tel að gera þurfi
á innbyrðishlutföilum einstakra kennslugreina í Kennara-
skólanum, ef unnt á að vera að fara að ákvæðum iaganna
um nokkurt kjörfrelsi. Stefnt er að því að sneiða megi hjá
óhæfilegri dreifingu á viðfangsefnum nemenda m. a. með
javí að baga svo skipan kennslustnnda, að við megi koma
hálfsvetrar námskeiðum í einstökum greinum, og mætti
raunar hverfa að almennri semesterskiptingu, ef hentara
þætti. Loks er stefnt að þeirri tilhögun á námsefni, að
hvert námsstig fylgi öðru í rökréttri röð.
Á þetta reynir í sérhverri námsgrein, og einnig milli
námsgreina innbyrðis, t. d. að námi sé lokið í erlendu máfi
með fuflnægjandi hætti, áður en tekið er að nota náms-
bækur á því máli, eða stærðfræði hafi verið numin að
gagni á undan þeim greinum, er við hana styðjast, svo
sem eðlisfræði og efnafræði, eða þá að lítið eitt hafi verið
numið í staðtölufræði, áður en fjallað er um niðurstöður,
er á þeirri fræðigrein eru reistar, svo sem uppeldisfræði,
sálarfræði og félagsfræði.