Menntamál - 01.12.1969, Síða 85
MENNTAMÁL
291
-------------------------------.
FRÁ
SAMTÖKUNUM
—
Norræn formannaráðstefna
Formannaráðstefna Norræna kennarasambandsins, Nor-
diska lárarorganisationers samrád, skammstafað NLS, var
haldin í Helsingfors dagana 15,—17. okt. s.l.
Formenn S.Í.B. og L.S.F.K., þeir Skúli Þorsteinsson og
Ólafur S. Ólafsson, ásamt Svavari Helgasyni, starfsmanni
S.Í.B., sóttu ráðstefnuna.
Sambandið var stofnað formlega í Stokkhólmi 1967, og
formannaráðstefnur eru haldnar til skiptis í höfuðborgum
Norðurlandanna. Næsta ráðstefna verður haldin í Osló,
en 1971 verður hún í Reykjavík, og var Skúli Þorsteinsson
valinn formaður fyrstu norrænu formannaráðstefnunnar á
íslandi.
í Finnlandi starfa tvö kennarasambönd, annað fyrir
sænska þjóðarbrotið, Finlands svenska folkskollárarför-
bund, en hitt fyrir þá, sem mæla á finnsku, Suomen Opet-
tajain Liitto.
Formaður finnska kennarasambandsins, Aimo Tammi-
vuori, hafði á hendi forstöðu fyrir ráðstefnunni, en aðal-
ritari var Tomas Rehula, en hann er ritari Finlands svenska
f ol kskol lárar f örb und.
Samkvæmt dagskrá þessarar ráðstefnu voru 14 mál tekin
til umræðu. Eins og að venju voru fyrst lagðar fram upp-
lýsingar um þróun launamála kennara. Það hefur áður
verið nefnt í frásögnum af þessum ráðstefnum, að íslenzku
kennararnir eiga erfitt með að skýra, hvernig stendur á
þeim mikla mun, sem er á launum kennara á íslandi og á