Æskan - 01.10.1970, Qupperneq 8
Saga úr sumarleyfinu
/Jfcsa og Berta voru komnar á skemmtilegan baðstað með foreldrum
sínum og hlökkuðu mikið til allra skemmtilegu daganna, sem þær
áttu að fá að dvelja þar, enda var tíðin ágæt.
Undir eins eftir að þær komu hafði verið sól og hiti dag eftir dag,
og í fjörunni var alltaf margt barna, sem voru að leika sér, og mikið um
fullorðið fólk, sem lá og hvíldist [ fjörunni tímunum saman. En svo hafði
komið súldarveður, það komu hvítir kambar á öldurnar og í fjörunni sást
ekki nema maður og maður á stangli, vafinn inn í teppi. Það var heldur
ömurlegt þarna og ekki nema fáir, sem nenntu að vera úti og horfa á
öldurnar falda hvítu. Og á fjörukambinum hafði verið sett upp stormmerki
til þess að gefa róðrarþátunum vísbendingu um að koma að, áður en
hvessti meira.
í miðju fiskiverinu stóð gamall tréskúr, en það voru aðeins þeir fróðustu,
sem vissu, að þar var björgunarbáturinn geymdur, því að það var sjald-
gæft, að grípa þyrfti til hans um hásumarið, meðan baðgestirnir dvöldust
þarna. Þarna var friðlýstur staður, og börn baðgestanna höfðu gaman af
að leika sér þar, og svo voru tveir svolitlir gluggar á skúrnum, og höfðu
krakkarnir gaman af að liggja á gluggunum og sjá, hvað inni væri, en
þeim gekk illa að sjá það, og skúrinn var þeim ráðgáta eftir sem áður.
Veðrið fór síversnandi og nú stóð ofsaveður af hafi inn yfir ströndina og
það másaði og sogaði í öldunum þegar þær köstuðu brimlöðrinu inn á
ströndina.
Síðdegis þann dag, sem við erum að tala um, gekk sú fregn eins og
eldur í sinu um þorpið, að stórt seglskip væri strandað úti á yzta rifinu,
og þá getið þið nú nærri, að það fór að fjölga í fjörunni. Allir sem vettlingi
gátu valdið flýttu sér niður að sjó til þess að skoða strandaða skipið. I
rökkrinu sást, að skipið hafði dregið upp neyðarflagg, en sjógangurinn
var svo mikill, að ómögulegt var að koma þjörgunarbátnum út. Það var
reynt að skjóta flugeldum með línu út í skipið, til þess að koma kaðli á milli
lands og skips fyrir björgunarstól, en þetta varð árangurslaust, því að
flugeldarnir náðu ekki út í skipið.
Nóttin féll yfir, en alltaf var jafnmargt fólk í fjörunni. Enginn gat sofnað
af tilhugsuninni um, að þarna væru 12—15 manns úti í skipinu í bráðri
lífshættu.
r---------------------------------—
Lærisveinarnir
Jakob
Markus 1, 19: „Og er hann gekk spölkorn
lengra, sá hann Jakob Zebedeusson og
Jóhannes bróður hans, sem einnig voru
á báti að bæta net sín.“
Jakob og Jóhannes voru fiskimenn, eins
og Pétur. Þeir unnu með föður sínum,
Zebedeusi, og voru stundum nefndir
,,þrumusynirnir“. Sennilega hefur Jesús
kallað þá það, af því að þeir voru „þéttir
á velli og þéttir í lund“, fylgdu sínu fast
eftir, hvort sem það var í kærleika eða
reiði.
Jakob hefur sennilega verið eldri en
Jóhannes, af því að hann er alltaf nefndur
á undan honum. Dómgreind og þekking
er styrkur hans, og hefur líf hans ein-
kennzt af jafnvægi og rólyndi, þó að hann
hafi fengið viðurnefnið „þrumusonur" með
bróður sínum.
Jakob er einn af þeim þremur, sem
stóðu Jesú næstir, og voru einir með hon-
um t. d., er hann baðst fyrir í Getsemane
nóttina áður en hann var krossfestur.
Ekkert orð hans hefur varðveitzt, en
hann var fyrsti píslarvotturinn meðal post-
ulanna. Sagt er frá því [ Postulasögunni,
að hann hafi verið hálshöggvinn, og göm-
480