Æskan

Volume

Æskan - 01.10.1970, Page 16

Æskan - 01.10.1970, Page 16
„Hvernig iitist þér á að fara eina veiðiferð með þessurn?" sagði skipstjórinn við Villa um leið og hvalveiðibáturinn sigldi fram hjá þeim. illi og fíllinn hans höfðu verið allan daginn á ferð- inni á eyju Róbinsons Krúsó, þeir sváfu vel um nóttina um borð í flutningaskútunni og vöknuðu við það um morguninn, að skipshöfnin var að draga uþp akkerið og undirbúa ferðina aftur til meginiandsins. Villi og Hannibal fóru upp á þilfar til þess að njóta sólarinnar og góða veðursins. Skipstjórinn lánaði Villa sjón- auka, en hann varð fljótt þreyttur á að horfa út á hafið, þar sem engin skip var að sjá. Hannibal litli lagðist á dekkið til þess að fá sér sólbað, en Villi fór að horfa niður í spegilsléttan sjóinn meðan skip- ið skreið áfram. Ailt í einu sá hann tvær svartar þústir koma syndandi í sjónum að skipinu. Þegar þær komu nær, sá Villi, að þetta voru tvær risastórar skjaldbökur. Önnur þeirra kom upp í yfirborðið til þess að anda. Skipstjórinn sagði Villa, Snemma morguns voru dregin upp segl og siglt frá Róbínson Krúsó-eyju. að skjaldbökurnar héldu sig lengst af í sjónum, kæmu helzt á land til þess að verþa eggjum sínum ein- hvers staðar á eyðistöðum. Skjaldbökurnar hurfu jafnskjótt og þær komu, þegar báturinn var kominn fram hjá. Villi hélt áfram að horfa út yfir sjóinn, en Hannibal svaf hinn rólegasti, og rumdi að- eins í honum öðru hverju, er hann veifaði rananum lítilsháttar til, „sennilega er hann að dreyma um ávexti í trjám, sem hann er að teygja sig eftir,“ hugsaði Villi með sjálfum sér. Allt í einu sá Villi hvítan gufu- strók rísa upp í loftið í nokkurri fjarlægð. Skipstjórinn benti þang- að og sagði honum, að það væri hvalur, sem hafði komið upp á yfir- borðið til þess að blása og draga til sín nýtt loft. Það blikaði á svart- VILLI ferQalangur og fíllinn hans. 88£

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.