Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.10.1970, Qupperneq 20

Æskan - 01.10.1970, Qupperneq 20
TUMI ÞUMALL 4En álfadrottningin hafði ekki gleymt Tuma sinum, þótt hahn eltist, og þegar hann var orðinn svo duglegur, að hann gat bæði hoppað og hlaupið, þá lét hún smíða sverð sér- staklega handa honum, því að hún vissi, að hann mundi oft rata í lífshættu í viðureign við flugur og mýs og aðrar þess háttar skepnur, sem voru honum jafn grimmar og ægilegar, eins og Ijón og tígrisdýr eru okkur. Sverð þetta var gert úr nál, sem álfamærin lét brýna og ydda og stilla með sérstökum hætti. Þetta sverð bar hann upp frá því og skildi aldrei við sig, og hafði með sér í rúmið á kvöldin, því að enginn gat vitað nema einhver villidýr, svo sem járnsmiður eða könguló, gætu ráðizt á hann sofandi. Einn dag hafði Tumi unnið sig slit- uppgefinn f garðinum sínum i stóra blómpottinum í glugganum og lagðist þar niður til að hvíla sig undir rósa- trénu sínu og hafði eitt af stóru lauf- unum til að skyggja yfir sig í sólar- brunanum. En þegar hann var að því kominn að sofna, veit hann ekki fyrri til en eitthvað rekst eða stingst í hönd hans, ærið illilega. Hann stökk á fæt- ur og sá þá, að stórt og digurt fiðrildi stóð þar yfir honum. Hann dró þegar I m sverð sitt úr slíðrum og var að því kominn að reka fiðrildið i gegn, þegar hann var svo heppinn að minnast þess, að fiðrildi hafa aldrei eiturbrodd, svo hann bað það afsökunar og fór að gá að þessum óvini, sem hafði stungið hann. Hann leitaði nú um allan garðinn og kom loks eftir langa mæðu auga á stóra broddflugu, sem lá þar í leyni undir gæsablómi. Hefði þetta verið býfluga, mundi Tumi hafa látið hana óáreitta, því að hann vissi, að þær flugur afla hunangs og stinga aðeins, ef á þær er ráðizt. En af því að þetta var ekki býfluga heldur broddflugufjári, sem hafði stung- ið hann, þar sem hann lá meinlaus og nærri því sofandi, þá réðst hann þegar djarflega á hana og rak hana loks i gegn með sverði sínu eftir langa og harða viðureign og hafði hana heim með sér sem sigurlaun, eins og Davíð höfuð Golíats. 5Þó að Tumi þumlungur væri gæddur mörgum góðum kostum og gerði foreldrum sínum sjaldan óþægindi eða áhyggjur, þá má þó enginn ætla, að hann væri með öllu lýtalaus. Og gallar hans komu honum stundum í illan bobba, svo að það varð að reísa honum til þess að minna hann á að gera slíkt ekki í annað sinn. Einn af göllum hans var sá, að hann var mjög hnýsinn eða forvitinn og of hneigður til að skipta sér af því, sem honum kom ekki við. Einn dag var Tumi að horfa á drengi, sem voru að leika sér. Eins og nærri má geta var hann allt of lítill til að leika sér við þá, og klifraði hann því upp á háan stein og settist þar til þess að horfa á þessa skemmtun. Nú hafði einn drengurinn með sér poka, og var dregið saman opið með linda, eins og drengir hafa stundum ‘til að bera í marmarakúlur sínar í kúluleik. Pokinn bagaði drenginn dálítið, svo að hann hljóp frá leiknum og lagði af sér pok- ann á meðan, einmitt bak við steininn, sem Tumi sat á, og hljóp síðan aftur til leiksins. ,,Hvað skyldi geta verið i þessum sekk?“ hugsaði Tumi með sér, ,,ég held að ég verði að fara og líta rétt aðeins ofan í opið. Þeir sjá mig ekki." Svo renndi hann sér niður steininn og klifraði upp á pokann og gat eftir nokkra fyrirhöfn losað bandið I opinu. Pokinn var miklu stærri en Tumi sjálfur, og hann gat ekki svalað nógu vel forvitninni á því, hvað í honum væri, nema með því að smjúga allur inn í pokann. Hann komst fljótlega að því, að þar voru í hnettir, þungir og stórir, og að það mundu vera kastaníuhnetur. Nú voru drengirnir búnir með fyrsta leikinn og fóru þá næst í hnotleik. Pilt- urinn, sem pokann átti, var svo óhepp- inn að missa sínar hnetur þegar í byrjun og hljóp þá til að sækja sér fleiri hnetur i poka sinn, og kom þar einmitt í því bili, sem Tumi ætlaði að fara að klifrast aftur út úr pokanum. En rétt þegar hann var að reka höfuð- ið upp úr, sá drengurinn hann og greip hann í hnefa sinn og sagði: ,,Þú ert lagleg læðutófa, litli karl, ert þú að stela hnotunum mínum?" „Vertu vænn," sagði Tumi og leit upp úr pokanum eins og mús úr tunnu. „Ég var ekki að gera neitt illt. Ég hef ekki tekið neina hnot. Lof mér að fara burtu, góði maður. Æ, æ!“ sagði Tumi, 492
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.