Æskan

Volume

Æskan - 01.10.1970, Page 25

Æskan - 01.10.1970, Page 25
Fyrir um 2200 árum ákvað fyrsti Kh’in keisari Kínaveldis að láta gera varnargarð umhverfis ríki sitt til þess að verjast árásum hinna villtu og grimmu Húna. Hann var nefndur „Kínverski múrinn“. Það tók tólf ár að byggja hann, lengd hans er meira en 3000 kílómetrar, eða svipuð vegalengd og er milli Lundúna og Moskvu. Hann var gerður úr leir og múrsteinum, og var svo breiður, að hópar hermanna gátu hafzt við ofan á honum, en virki voru á hverjum 200 m trum til íbúða og varnar. Að nóttu voru notaðir eldar til merkjasendinga, en á daginn trumbur. Kínverski múrinn er mesta mannvirki, sem reist hefur verið. stórhýsi i'yrir aðra valdamenn og rxk- ismenn, og minni liús fyrir aðra starfsmenn í ýmsum stéttum. En alis staðar voru byggðir varnargarðar um- Jrveríis borgirnar tii þess að vei ja þær fyrir árásum. Utan við þessa varnar- garða voru akrarnir, þar sem bænd- urnir unnu frá morgni til kvölds að ræktun. Borgunum sjálfum voru þessir varnargarðar nauðsynlegir, |>ví mikið var urn árásir og styrjaldir. Forustu- maður einnar borgar átti jxað til að senda hermenn sína til umsáturs um aðra til þess að leggja hana undir yfirráð sín. Hermennirnir höfðu stóra stríðsvagna til hernaðarins, en aðeins boga og örvar til að berjast með. En miklu eríiðari en þessar smá- skærur voru árásir hinna villtu og grimmu Húna. Þeir lifðu skammt frá landamærum Kína og áttu það til að gera fyrirvaralausar, snöggar innrás- ir, eyðileggja akra og borgir og ræna og myrða fólk miskunnarlaust, og hverfa svo heim til sín með ráns- fenginn. Fólkið í héraðinu Khin í vestur hluta Kína var í sífelldum styrjöld- um við Húna, svo að það neyddist til að koma sér upp vel æfðurn her, sem brátt varð mjög öflugur og stríðs- vanur. Stjórnandi héraðsins fór upp frá því að leggja í hernað við nær- liggjandi borgir, og að lokum fór svo, að hann hafði lagt undir sig allt kín- verskt land. Hann var þess fullviss, að þar með réði hann, yfir öllum hinum raunverulega byggða heimi. Framh. á bls. 481 497

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.