Æskan - 01.10.1970, Qupperneq 34
Á síSastliðnu vori efndu Félag Sameinuðu þjóðanna á íslandi,
Loftleiðir og barna- og unglingablaðið ÆSKAN til ritgerðasam-
keppni í tilefni af 25 ára afmæli Sameinuðu þjóðanna á þessu
hausti.
Ritgerðarefnið var: Hvers vegna á ísland að vera í Sameinuðu
þjóðunum? Alls bárust 148 ritgerðir frá öllum landshlutum, og
þakkar Æskan öllum börnunum, sem sendu ritgerðir í keppnina.
Fyrstu verðlaun hlaut ritgerð eftir Guðmund Garðar Guðmundsson,
14 ára, Njálsgötu 14, Reykjavík. Önnur verðlaun hlaut ritgerð
Jónu Karenar, 15 ára, Tjarnarstíg 3, Seltjarnarnesi. Fyrstu og
önnur verðlaun eru flugferð fram og aftur til New York og dvöl
þar í borg í 3 daga í boði Loftleiða.
3. verðlaun hlaut Pétur Kristjánsson, Sveinatungu, Garðahreppi,
hlaut hann bókina Á söguslóðum, eftir W. G. Coilingwood. Myndir
úr íslandsför sumarið 1887. Gefandi: Bókaútgáfa Menningarsjóðs.
4. verðlaun hlaut Kristín Hallgrimsdóttir, 14 ára, Goðatúni,
Garðahreppi, hlaut hún bókina Hundrað ár í Þjóðminjasafni, eftir
forseta íslands, dr. Kristján Eldjárn. Gefandi: Bókaútgáfa Menn-
ingarsjóðs.
5. verðlaun hlaut Jóhann Tryggvi Sigurðsson, Búlandi, Árnes-
hreppi, Eyjafjarðarsýslu, bókina Fuglar. Myndabók um íslenzka
fugla. Gefandi: Bókaútgáfa Menningarsjóðs.
6. verðlaun hlaut Bragi Guðmundsson, Holti, Svínadal, Austur-
Húnavatnssýslu, hlaut hann verkið Ævintýri og sögur eftir H. C.
Andersen í 3 bindum.
Ein aukaverðlaun voru veitt Sverri Ólafssyni, Mosgerði 9, Rvík,
hlaut hann verkið Ævintýri og sögur eftir H. C. Andersen.
Fjögurra manna dómnefnd dæmdi ritgerðirnar, og áttu sæti í
henni formaður Félags Sameinuðu þjóðanna á íslandi, dr. Gunn-
ar Schram deildarstjóri, Sigurður Magnússon blaðafulltrúi Loft-
leiða, Helgi Elíasson fræðslumálastjóri og Grímur Engilberts rit-
stjóri.
1. VERÐLAUN
Guðmundur G. Guðmundsson
arla líður sá dagur, að okkur berist ekki fréttir af hörm--
ungum og erfiðleikum, sem steðja að mannkyninu. Við
heyrum, að þúsundir manna hafi farizt í jarðskjálftum
í Perú eða orðið heimilislausir vegna vatnaflóða í Rú-
meníu, helmingur mannkyns þjáist af vannæringu, og gínandi
vígvélarnar spúa eyðingu og tortímingu í öllum heimshornum. Og
um þessar mundir berast þær fregnir frá Tokíó, höfuðborg Japans,
að menn hafi þar veikzt af völdum mengunar og fólki sé ráðlagt
að dveljast sem mest innan dyra. Reyndar þarf ekki að leita svo
langt til að finna áhrif þessarar menningarplágu, því hún herjar
nú orðið flestar nágrannaþjóðir okkar. Fáfræði og menntunar-
skortur er mannkyninu eitur, sem leitt getur til skorts á dóm-
greind, til haturs og ósjálfbjargar í lífsbaráttunni.
Þau fáu atriði, sem hér hafa verið nefnd, eru öllum þjóðum
hvatning til aðgerða gegn því, að líf þessa hnattar fjari út eins
og i sjúkum líkama. Þess vegna voru Sameinuðu þjóðirnar stofn-
aðar.
í lok heimsstyrjaldarinnar síðari fyrir 25 árum voru Sameinuðu
þjóðirnar stofnaðar af brýnni nauðsyn. Ófriðarbálið, sem hafði
næstum lagt alla heimsbyggðina í rúst, tendraði neistann að
friðarbálinu, sem vonir mannanna eru svo mjög bundnar við. En
ekki geta stórþjóðirnar samið um sannan frið og hamingju frekar
en læknar um heilbrigði og vellíðan sjúklinga sinna. Kanna verður
orsakir sjúkdómanna og vinna bug á þeim þegar við fæðingu.
Þess vegna varð starfsemi Sameinuðu þjóðanna brátt margþætt,
en öll miðar hún að því að auka hamingju mannanna og efla
framfarir þjóðanna.
íslenzka þjóðin hefur frá stofnun Sameinuðu þjóðanna átt við
fremur fáa erfiðleika að etja, sem henni sjálfri hefur ekki tekizt
að sigrast á. Er þá nokkur ástæða til, að íslendingar taki þátt í
samstarfi annarra þjóða til lausnar vandamála, sem eru þeim að
mörgu leyti framandi? Það kostar allténd nokkra fyrirhöfn og
fjármuni. Er þátttaka smáþjóðar eins og íslendinga ekki aðeins
sýndarmennska? Fáni okkar blaktir við hún fyrir utan aðalstöðvar
Sameinuðu þjóðanna í New York, Islendingar fá að hafa fulltrúa
á þingi Sameinuðu þjóðanna eins og stóru þjóðirnar.
Þátttaka íslendinga er mikilvæg í tvennum skilningi: Hún er
mikilvæg fyrir þjóðina sjálfa og allan heiminn. Að visu veltur
framtíð Sameinuðu þjóðanna ekki á samstarfi Islendinga, en
það gerir hins vegar tilvist þjóðar okkar. íslenzkt hjálparstarf
hefur sýnt, svo ekki verður um villzt, að þjóðinni er ekki rótt, er
hún veit aðra þjást í hinum stóra heimi. En það, sem meira máli
skiptir, er, hvað yrði um íslenzku þjóðina, ef erfiðleikar, sem henni
er ofvaxið að leysa, taka að herja á hana, og öll sund á vett-
vangi Sameinuðu þjóðanna eru henni lokuð. Þjóðin hefur þegar
notið nokkurs styrks frá Sameinuðu þjóðunum og mun njóta góðs
af þátttöku sinni í enn ríkara mæli í framtíðinni.
Hvert er þá hlutverk smáþjóðar á vettvangi Sameinuðu þjóð-
anna? I stuttu máli er það allt annað en óvirk þátttaka. Smáþjóð-
irnar eru aðhald á stórþjóðunum. Friðarvilji þeirra verður síður
dreginn í efa en stórþjóðanna, enda ekki eins háðar sérhags-
munum og ýmiss konar skuldbindingum sem þær. Völd og áhrif
stórveldanna eru einkum háð hernaðarmætti þeirra. Tillögur þeirra
og ákvarðanir hljóta því ævinlega að miðast við það að ein-
hverju leyti. En smáþjóð eins og íslendingar getur og á að nota
506