Æskan

Volume

Æskan - 01.10.1970, Page 35

Æskan - 01.10.1970, Page 35
sinn sanna mælikvarða: Velferð mannkynsins. Þá verður annað og meira hreint og tært en loftið og vatnið hjá okkur íslend- ingum. Ég er fjórtán ára gamall og er nú í sveit í Borgarfirði. Ég er ný- kominn úr útreiðartúr og læt nú þreytuna líða úr mér í votu grasinu. Ég nýt þess að teyga tært sveitaloftið, finna ilminn af nýslegnu grasinu, heyra niðinn i læknum, sem svalað getur þorsta mínum, hvenær sem er. Mér líður vel þessa stundina, sannarlega er ég hamingjusamur. Þegar allir menn fá skynjað þessa dásemd, er markmiði Sameinuðu þjóðanna náð. 3. ágúst 1970, Guðmundur Garðar Guðmundsson. 2. VERÐLAUN Jóna Karen í þessari byggingu í New York fer fram mikið af starfi Sam- einuðu þjóðanna. apríl 1945 komu fulltrúar um 50 þjóða saman í San Fran- ~ B cisco til þess að koma á fót samstarfi þjóðanna. Hinn 24. október sama ár gekk sáttmáli þjóðanna í gildi og nefndist sáttmáli Sameinuðu þjóðanna. Þar sem ísland er aðili að þessum sáttmála, er ekki óeðlilegt að ungt fólk, sem ekki þekkir til aðdragandans, spyrji: „Hvers vegna?“ Frá alda öðli hafa menn átt í baráttu — oft við lífið — en stundum, því miður pg ailt of oft, við nágrannann út af fánýtum duttlungum græðginnar í þessa heims gæði. Þar sem sá, sem frá er tekið, sættir sig ekki við skertan hiut, heldur kýs að verja eignir sínar, lif og limi, skellur á ófriður — stríð, þvi miður stríð oft á tíðum, þar sem sá, er hefnir harma sinna, tapar. Þótt sá, er hefnir, ynni, er stríð óneitanlega óréttlætanlegt, fólk deyr, missir ástvini, heimili eða truflast á geðsmunum. Nú í hinni síð- ustu heimsstyrjöld — og hinni ógeðslegustu styrjöld hingað til, — gerðu þó menn meðal þjóðanna sér grein fyrir því, að friður er nauðsyn, ef heimurinn á ekki endanlega að farast. Þvi varð það eitt aðalmarkmið Sameinuðu þjóðanna að viðhalda friði og öryggi þjóða í milli, óneitanléga er friðurinn ein dýrmætasta eign hvers þjóðfélags — fyrir utan fólkið, en án fólksins væri ekki hægt að tala um frið — auk þess að vera eitt æðsta takmark allra trúarbragða nýja heimsins. Þess vegna á íslenzka þjóðin að vera f Sameinuðu þjóðunum. Sem betur fer eiga ekki allar þjóðir í baráttu sín á milli, en oft er samband þeirra ekki upp á það bezta. Þess vegna er annað af megin stefnumálum Sameinuðu þjóðanna að efla vinsamleg viðskipti þjóðanna og sanivinnu á alþjóðlegum grundvelli um lausn á vandamálum þjóða í millum, félagslegs, fjárhagslegs og mannúðlegs eðlis. Við vitum öll, að öryggi á friðartímum er öllum þjóðum nauð- syn, ef full afköst eiga að nást í þjóðarframleiðslunni. Öryggi í þjóðarframleiðslunni er einnig nauðsynlegt íslenzku þjóðinni. Þess vegna eigum við að vera aðilar að Sameinuðu þjóðunum. En það er ekki nægjanlegt að viðhalda friði þjóða í milli, ef allt er í báli og brandi hið innra með þjóðinni. í þessu tilliti er það enn fremur takmark Sameinuðu þjóðanna að efla virðingu fyrir mannréttindum, mannhelgi og freisi. Þar sem mannréttindi ber að vernda með lögum til þess að allir þegnar þjóðfélagsins — jafnt ríkir sem fátækir — fái notið réttar síns, sem hverjum ber, hafa Sameinuðu þjóðirnar samþykkt svokallaða mannréttindayfir- lýsingu Sameinuðu þjóðanna. Hún hefur haft áhrif á löggjöf hinna ýmsu þjóða. Náist hins vegar ekki friður innan heimalandsins, eiga Sameinuðu þjóðirnar að verða vettvangur alþjóðlegrar við- leitni til þess að koma á friði. Þrátt fyrir það að mannhelgi sé virt á íslandi, að því er virðist, veit maður aldrei, hvað framtíðin ber f skauti sér. Við vitum, að Sameinuðu þjóðirnar eru varnagli fyrir hugsanlegum breytingum þar á. Þess vegna á ísland að vera I Sameinuðu þjóðunum. Sameinuðu þjóðirnar hafa sýnt það og sannað, að þær hafa verið hlutverki sínu fyllilega samboðnar, enda þótt á því séu fá- einar sárgrætilegar undantekningar, hvað viðvíkur stórmáium. Allt útlit er fyrir, að svo verði enn sem hingað til. islenzka þjóðin er smá og vandamál hennar smávægileg á alþjóðlegan mæli- kvarða. Svo kynni þó að fara, að fslenzka þjóðin biði hnekki, einhvers konar, þar sem islenzkur samhugur byggi ekki yfir þeim krafti, sem úrlausn vandamálanna krefðist. Þar yrðu Sam- einuðu þjóðirnar ákjósanleg verndarvættur, sem skapaði öryggi og samhyggð meðal íslenzku þjóðarinnar. Þess vegna óskum við öll, að íslenzka þjóðin verði áfram aðili að þeirri gæfuríku starf- semi, sem Sameinuðu þjóðirnar hafa leitt til. Seltjarnarnesi, 21. júlí 1970 Jóna Karen, 15 ára. 507

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.