Æskan

Volume

Æskan - 01.10.1970, Page 39

Æskan - 01.10.1970, Page 39
Það var reyndar ekki fyrr en á flugvellinum rétt áður en ferðin hófst, að þær hittust ferðafélagarnir Valhildur Jónasdóttir (vinstra meg- in á myndinni) og Sóley Jóhannsdóttir (til hægri). mælitækjum, tökkum og handföngum, sat Skúli Magnússon flug- stjóri vinstra megin en Ámundi Ólafsson flugmaður hægra megin, en fyrir aftan Ámunda Ásgeir Magnússon flugvélstjóri. Skúli bauð stúlkunum sæti í stól fyrir aftan flugstjórasætið og spurði, hvernig þeim líkaði ferðalagið. Þær létu báðar í Ijós hrifningu yfir fluginu og yfir því að fá tækifæri til þess að koma til Lundúna. „Þar verð- um við tæpa tvo tima,“ sagði Skúli, en síðan fræddi hann þær um að veðrið í London væri gott, sólskin og hæfilega heitt fyrir Islendinga, sem koma þangað í fyrsta sinn. Ekki fóru stúlkurnar út í flugtæknileg atriði í viðræðum sínum við Skúla, en hann benti þeim á það helzta í flugstjórnarklefanum og lét þess getið, að gaman yrði að prófa, hvort þær myndu þetta, ef þau yrðu sam- ferða heim eftir Lundúnadvölina. Eftir að stúlkurnar komu í sætin aftur í farþegarýminu litu þær ( blöð og létu fara vel um sig. Flugfreyjumar voru á þönum fram og aftur léttstígar og brosmildar. Þau flugu yfir skýjum og sólin skein glatt inn um gluggana og í farþegarýminu var glampandi sólskin. Brátt heyrðist í hátölurum i farþegarýminu orðsending frá flugstjóranum. Þar var Skúli kominn og sagði nú farþegunum frá því, að nú væri flogið yfir Hebrideseyjar og brátt yrði flugið lækkað. Fleira sagði Skúli um veðrið í London, en ekki tóku stúlkurnar sérlega mikið eftir framhaldinu, því þær reyndu báðar að sjá eyjarnar, sem um var talað, og sjál Gegnum rof í skýjum sáust eyjarnar og blátt hafið, sem var óvenjulega stillt, því hvergi hvítnaði á báru. Brátt var komið inn yfir Skotland, og þær sáu hvassbrýnd fjöll og djúpa dali og sums staðar vötn. Þetta gæti vel verið hluti íslands, sagði Sóley, en þegar sunnar dró breyttist landslagið. Undirlendið var meira og grænna, og viða sáust stór flæmi, þar sem akrar og gróin tún skiptust á, og sums staðar voru trjálundir og leifar af skógi. Yfir norðanverðu Eng- landi lá skýjahula, en brátt nálgaðist „Gullfaxi" Lundúni og um leið sást betur til landsins. Enn var flogið yfir vel gróin landbún- aðarhéruð og litlar borgir, og brátt voru þau yfir heimsborginni. Þótt sól skini af heiðum himni, lá samt móða yfir borginni, en samt sáu stúlkurnar ána Thames, þar sem hún liðaðist gegnum borgina, og hinar mörgu brýr. Þær sáu hvolfþak St. Pauls kirkj- unnar og nýtízkulegar háar byggingar, sem voru því líkastar að þær ættu alls ekki heima innan um þessi gömlu og virðulegu hús. Og brátt renndi „Gullfaxi" niður að ílugbrautinni og var lentur. Það kom i Ijós, að Sóley var ekki með rétt vegabréf, en ekki höfðu þau neinar áhyggjur þess vegna. Því mundi verða kippt i lag, þegar á land kæmi. Flugvélin stanzaði spölkorn frá flug- stöðvarbyggingunum og farþegarnir gengu út. Þær sáu, að söngv- ari Led Zeppelin kom út með heljarmikið skinn undir hendinni. Farþegarnir gengu upp f einkennilegan bíl, sem var raunverulega bíll með stórum dráttarvagni aftan í, og þarna var setið og staðið 511

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.