Æskan

Årgang

Æskan - 01.10.1970, Side 45

Æskan - 01.10.1970, Side 45
Handknattleikur 4. Góður varnarleikur er það þýðingarmesta í hand- knattleik, og kom það greinilega fram í síðustu heims- meistarakeppni í Frakklandi. Það var fyrst og fremst frábær vörn, sem færði Rúmenum titilinn. Varnarleikaðferðir eru margar og margvíslegar, eins og t. d. þessar algengustu: 5:1, 6:0, 4:2 og 3:3 (sjá teikn.). a) Fyrsta aðferðin er sú algengasta, sérstaklega hér á Norðurlöndum. Frá þessari aðferð má breyta yfir í allar hinar með snöggum skiptingum eftir því, hvernig andstæðingurinn leikur. Fimm leik- menn eru upp við markteig en einn framar fyrir miðju til að taka beztu skotmennina niður og einn- ig að trufla spilið. b) Önnur aðferðin er ein sú bezta, og eru flest austur- löndin með hana. Hún útheimtir mikið úthald leik- manna og góða samvinnu. Það leika allir upp við markteiginn og allir tilbúnir að stíga fram á móti andstæðingnum, og þegar hættan er liðin hjá, VarnarleikaOferðir 10 0 m ( y o - JO 0 / - ( o ol þá stíga þeir aftur á bak á sinn stað. Þessa aðferð er ekki hægt að nota nema markmaður sé mjög góður. c) Þriðja aðferðin er einnig mjög góð, sérstaklega ef andstæðingarnir hafa marga góða skotmenn, þá stöðva þeir tveir, sem framar eru, skotmenn- ina, en hinir fjórir leggja áherzlu á línumennina. Þetta gera lið, sem ekki státa af góðum mark- mönnum. d) Fjórða aðferðin er mjög svipuð þeirri þriðju, nema að nú er algjörlega tvöföld vörn og erfitt fyrir skotmenn andstæðinga að athafna sig, en línu- menn eiga meiri möguleika á fríspili. Geir Hallsteinsson. 517

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.