Æskan

Volume

Æskan - 01.10.1970, Page 48

Æskan - 01.10.1970, Page 48
520 Þann 10. september s.l. voru liðin rétt hundrað ár frá því að þetta fyrsta verzlunarskip Gránufélagsins og íslendinga, létti akk- eri á Akureyrarpolli og sigldi með vörufarm til Kaupmannahafnar. Grána kom svo til Hafnar 28. sama mánaðar, og var Jón Sig- urðsson forseti meðal þeirra, sem tóku á móti skipinu. Áhöfnin á Gránu var sex menn. Skipstjóri varð strax Petersen, sem síðar gekk undir nafninu Gránu-Petersen, aðrir voru stýri- maður, beykir, matsveinn og 2 hásetar — allir voru þeir danskir. Grána hét áður Emilie og komst í eigu íslendinga með ævintýra- legum hætti. Skipið var áður frönsk fiskiskúta frá Dunkerque, sem strandaði við Hafnarrif á Skaga hinn 3. ágúst 1868. Þegar svo uppboð átti að fara fram á strandstaðnum nokkrum dögum síðar, var skipið horfið. Það var þá komið til Siglufjarðar í rylgd með tveimur enskum fiskiskútum, og var talið, að átt hafi að ræna því. Uppboð fór svo fram á Siglufirði 14.—15. ágúst og var Emilie slegin Jóhanni í Haga á Árskógsströnd fyrir 347 ríkis- dali. Síðan var skipinu fleytt inn á Gæsavík, þar sem það lá næstu tvö árin. Með stofnun Gránufélagsins árið 1869 varð skipið eign þess. Úr íyrstu utanferð sinni kom Grána svo ekki til Akureyrar aftur fyrr en 13. júní 1871 eftir 24 daga ferð frá Kaupmannahöfn Seglskipið GRÁNA íslenzk SKIP Kaupskip - Guðm. Sæmundsson Stálskip með 550 ha. gufuvél. Stærð: 775 brúttórúml. og 458 nettórúml. Aðalmál: Lengd: 210 fet. Breidd: 32 fet. Dýpt: 14,7 fet. Willemoes var smíðaður í Porsgrunn í Noregi árið 1914 fyrir sam- nefnt útgerðarfélag í Esbjerg sem kolaflutningaskip. Var skipið í ferðum milli Englands og Danmerkur, þangað til Þjóðverjar settu hafnbann á Bretland. Landsstjórnin keypti svo Willemoes á árinu 1917 til millilandasiglinga. Sigldi skipið aðal- fullhlaðin verzlunarvörum. Næstu árin var skipið svo í förum á milli verzlunarstaða Gránufélagsins og útlanda, enda um 90 lesta skip. Fór Grána venjulegast 2—3 ferðir yfir sumartímann, en var erlendis yfir veturinn. Þau lönd, sem vitað er að skipið sigldi til, voru: Danmörk, Noregur, Svíþjóð, Skotland, England og Holland. Þá má geta þess, að Grána stundaði síldveiðar á Eyjafirði um tíma sumarið 1884 og er þannig eitt fyrsta íslenzka síldveiðiskipið. Endalok þessa merkilega skips urðu þau, að það strandaði 23. október árið 1896 við Suðureyjar. Skipstjóri á Gránu var þá orðinn Lauritz Petersen, en hann var sonur Gránu- Petersens. Þannig urðu sögulok fiskiskútunnar frá Dunkerque. E/S MJÖLNIR Járnskip með gufuvél. Stærð: 548 brúttórúml. Smiðaður í Ro- stock í Þýzkalandi árið 1884. Mjölnir er skráður á Fáskrúðsfirði 1900—1909 og eigandi er Þórarinn E. Tulinius, en skipið mun hafa verið í siglingum til landsins frá árinu 1895 að Thorefélagið hóf ferðir hingað í sambandi við síldarútgerð. Kveldúlfur keypti Mjölni svo I marz 1916, en þar sem það þótti of dýrt í rekstri, seldi félagið skipið aftur eftir nokkra mánuði til Esbjerg I Dan- mörku. E/S WILLEMOES LCFM

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.