Æskan

Årgang

Æskan - 01.10.1970, Side 65

Æskan - 01.10.1970, Side 65
Skrýtlur. Óþolinmóður maður fyrir ut- an almenningssimaklefa: — Heyrið þér, frú, getið þér alls ckki fundið númer ]>að, sem þér ætlið að hringja í? Unga frúin: — Ó, ég er ekki að leita að númeri. Eg er að leita að fallegu nafni á litla drenginn minn. Læknisfræðiprófessorinn var að sýna stúdentunum myndir af alls konar krankleika. — Þessi maður er haltur, sagði hann og benti á eina myndina, sökum þess að ann- ar fóturinn er styttri en hinn. Hann sneri sér siðan að ein- um stúdentanna og spurði: — Hvað mynduð þér gera í sliku tilfelli, Halldór? Halldór hugsaði sig lengi um og svaraði svo: — Eg mundi vera haltur lika, hýst ég við. — ,Þú varst að veiða í gær, ekki satt? — Jú, jú. — Beit nokkuð á hjá þér? — Það Iield ég nú. Það beit cinn svo stór á, að mér var ómögulegt að koma honum upp fyrir borðstokkinn. — Þú segir ekki! Og livað gerðir þú ])á? —- Eg gat ekkert gert, því hann kippti mér fyrir borð áður. — Og þú hefur náttúrlega rennblotnað? — O, nei, aldeilis ekki. Ég lenti á bakinu á fiskinum. Jón hafði verið að Ieita að hattinum sínum í hálftíma, og að lokum fann hann hattinn inni i fataskáp. — Á livaða fáránlega stað ætli ég finni hann næst? hrópaði hann. — Á höfðinu á þér, svaraði kona hans. HEIÐA — Framkalclssaáa í myndum. 181. I>EGAR afi kemur til þess að sækja þau, hleypur Heiða á móti honum. Hún vill verða fyrst til þess að færa honum fréttirnar, en henni er svo mikið niðri fyrir, að hún getur aðeins hrópað: „Hún getur það, hún getur það!“ Afi skilur þó strax, hvað Heiða vildi sagt hafa. „Þú þorir þá að reyna að ganga?“ segir hann við Klöru og hjálpar henni til þess að rísa á fætur. Afi styður Klöru, og göngulag hennar verður öruggara með hverju nýju skrefi. „En við megum ekki þreyta þig um of,“ segir afi og lyftir Klöru í fang sér. — 182. ÞEGAR Pétur kemur niður í þorpið, er mikið á seiði. Pétur kemst í gegnum þvöguna að brotunum úr hjólastólnum. „Stormurinn hlýtur að hafa feykt honum fram af,“ kveður ein- hver upp úr. „Já, það er heppilegt, að engan er um að saka,“ segir bakarinn, „því að auð- vitað verður málið rannsakað. Allir, sem voru uppi á fjalli, geta annars legið undir grun.“ Pétur hlustar á. Honum verður ekki um sel og flýtir sér burt. 183. PÉTUR hleypur burt. Hvað hafði bakarinn sagt? Setjum sem svo, að lögreglan kæmist að því, að hann hefði þeytt stólnum niður hlíðina, þá yrði hann tekinn höndum og honum stungið í fangelsi. Hárin rísa á höfði hans af skelfingu. Hann er ekki mönnum sinnandi, þegar hann kemur heim. — 184. KLARA æfir sig daglega að ganga. Eftir nokkurn tíma getur hún gengið um, ef hún aðeins styður sig við Heiðu. Þetta eru hamingjudagar fyrir Klöru. Á hverjum morgni vaknar hún með þá dásamlegu tilfinningu efst í huga: Ég er heil heilsu, ég þarfnast ekki hjólastóls, ég get gengið. Einn daginn skrifar hún ömmu sinni: „Kemur þú ekki fljótt? Mig er farið að lengja svo eftir þér.“ En hún minnist engu orði á það, sem gerzt hefur. Árgangur ÆSKUNNAR árið 1970 kostar kr. 300,00. Gjald- dagi blaðsins var 1. apríl s. 1. Borgið blaðið sem fyrst, því þá hjáipið þið til að gera biaðið enn stærra og fjöl- breyttara en nokkru sinni áður. Aliir kaupendur ÆSKUNN- AR njóta hins sérstaka tæki- færisverðs á ölium bókum blaðsins. Verðmunur frá bók- söluverði á hverri bók er um 30%. 537

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.