Æskan

Årgang

Æskan - 01.10.1970, Side 69

Æskan - 01.10.1970, Side 69
SPURNINGAR OG SVÖR Svar til Maríu: Nýfætt barn er hór um bil 50 cm á iengd og nær fullorðnum karl- manni í hné. Á 20 árum meira en þre- faldast likamshæSin, og meðalhæð ís- lenzkra karla var orðin 173 sentimetrar fyrir nokkrum árum og er sjálfsagt nokkru hærri í dag. Menn halda áfram að vaxa, jafnvel eftir 25 ára aldur, og ná hámarki hæðar um þrítugt. Eftir fertugt lækka menn um einn cm á hverjum áratug. Þessi lækkun stafar aðallega af því, að brjóskið í liðum þynnist og þornar. Þetta tekur ekki sízt til hryggjarliðanna, sem eru tengdir saman með þykkum liðþófum úr trefjabrjóski milli liðbolanna. Þófar þessir draga úr öllum hristingi við gang og hlaup. Menn, sem liggja lengi rúmfastir, hækka dálitið við rúmleguna, vegna þess að þófarnir milli hryggjarliðanna hafa losn- að við þrýsting og þrútnað. Það fer þá líkt fyrir sjúklingnum og gömlum legu- bekk, sem nýjar fjaðrir hafa verið settar i og hefur þá hækkað um leið, að minnsta kosti í fyrstu. Það líður þó ekki á löngu er sjúklingurinn fer að verða á fótum, áð- ur en brjósk og liðþófar fletjast á ný, og maðurinn fær sína fyrri hæð. Á hverjum morgni erum við lítið eitt hærri en kvöldið áður, en lækkum eftir því sem á daginn líður. Vöxturinn fer eftir árstiðum. Börn vaxa hraðar á sumrin en á veturna. Yfir vetrar- mánuðina vaxa skólabörn 0,4 cm á mán- uði, á vorin 0,6 cm og 1 cm á sumrin. Meðalhæð karla í tempruðu beltum jarð- arinnar var fyrir nokkrum árum 170 cm, en kvenna um 160 cm. Vel vaxinn full- orðinn karlmaður er hér um bil jafnmörg kg á þyngd og hæð hans fer marga senti- metra fram yfir einn metra. Þannig er mað- ur, sem er 1,70 m á hæð, um 70 kg á þyngd. Kona, sem er 1,60 m á hæð er um 60 kg á þyngd. Þetta fer þó mikið eftir byggingarlaginu. heim kom, var þar fyrir fjöldi uppivöðslusamra manna, sem setzt liöfðu í bú hans og hiðl- uðu lil konu hans. Forn-Grikk- ir liöfðu svo miklar mætur á kviðum Hómers, að unglingar voru látnir læra þær utan bók- ar. Oldum saman liafa þær ver- ið lesnar í skólum viða um heim, og cnn í dag vitna menn iðulega í þær. Sveinbjörn Eg- ilsson hefur l)ýtt þær á is- lenzku. Svar til A. B., 15 ára: Þú getur lesið um þetta nám i þættinum „Hvað viltu verða?“ í maí—júní-blaði Æskunnar 1969. Þjóðhátíðardagar í október og nóvember 1. okt. Kína. 4. okt. Nepal. 7. okt. Austur-Þýzkaland 20. okt. Tyrkland. 24. okt. Dagur Sameinuðu þjóðanna. 3. nóv. Panama. 7. nóv. Sovétríkin. 11. nóv. Svíþjóð. 27. nóv. Libanon. 29. nóv. Júgóslavía og Albania. 30. nóv. Skotland. Skák Við skulum fyrst virða fyrir okkur þessa stöðumynd, sem birtist i júlí—ágúst-blaðinu. f þessari stöðu á svartur (Zuk- ertort) leik og á að máta bvit- an (Schenks) í 2. leik. Lausnin er þannig: Hvítt Svart Dd3 — flt Halxfl — Rg3—e2 mát Öryggisventlar kóngsins Þið, sem þegar eruð farin að tefla svolitið, bafið líklega tek- ið eftir þvi, að eftir stutta hrókun eru peðin á li7 og h2 cft færð fram um einn reit — til h3 og h6. Þetta er venjulega gert til ]>ess að kóngurinn eigi ckki á liættu mát heima í sínu eigin horði. Þetta á vitanlega einnig við um reitina a7 og a2. Ivomi andstæðingur þvi við að skáka skyndilcga uppi í horð- inu, t. d. með hrók, liefur kóng- urinn þarna opnar bakdyrnar, ef svo mætti segja. Hinu er lieldur ekki að neita, að oft veldur þetta veikingu á peða- stöðunni hjá kónginum, eða á „varnsrgarði" hans. Þessir (■-------------------------------------- peðaleikir hafa oft leitt til þess, að andstæðingur frcist- ast til að fórna léttum manni, t. d. biskupi, fyrir þessi peð og fær þá stundum færi á hættulegri sóknarlotu. Tökutn Jiessa stöðumynd til dæmis, en svartur á leik: 1. ----Hxli3 2. gxh — Dg5t 3. Kf2 — Rd3t! 4. HxR — Dh4t 5. Kgl — Dg3t 6. Khl — Dxh3t 7. Kgl — Dg3t 8. Khl — Hh8t mát. fDakkiz JVÍ ig langar hér með að færa fram þakkir fyrir þessa yndislegu ferð. Það var ábyggilega það seinasta, sem ég gat látið mér detta I hug, þegar ég var að svara þessum spurning- um um London, að ég fengi að fára í þessa ferð. Mór fannst bara líka skemmti- legt að svara þessum spurningum. En eitt er víst, að ég mun seint gleyma þessari yndislegu ferð og hve þið Sveinn voruð okkur góðir og lögðuð ykkur svo mikið fram svo að allt var svo yndislegt. Ég er varla búin að átta mig á þessu öllu ennþá. Og ég vona bara að ég eigi eftir að ferðast vlðar um heiminn og mér og landinu minu til sóma. Sóley Jóhannsdóttir. 541

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.