Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.01.1971, Qupperneq 3

Æskan - 01.01.1971, Qupperneq 3
 Langfrægastur allra skemmtigarða [ Osló er Frogner- parken, sem í daglegu tali er alltaf nefndur Vigelandsgarð- urinn. Má fullyrða, að vart komi nokkur ferðalangur til Oslóar, án þess að staldra við um stund í hinum undur- fagra garði. Ber margt til þess: Girðingin er traust og til- komumikil, garðlandið stórt og fjölbreytt og einkar vei skipulagt með fegursta trjá- og blómagróðri á viðeigandi stöðum. En það, sem fyrst og fremst setur þó svip sinn á garðinn, eru hin fjölmörgu og fögru listaverk, sem þar er alls staðar fyrir komið af fráþaerri snilli, og öll eru þau eftir frægasta myndhöggvara Norðmanna, Gustav Vigeland. Vafasamt er, hvort nokkurs staðar I víðri veröld er til skemmtigarður, sem prýddur er svo mörgum höggmyndum úr bronsi og steini eftir sama listamanninn sem Vigelands- garðurinn í Osló. Ferðamaðurinn, sem gengur þarna um á heiðum vordegi, hrífst af innsta hjartans grunni af þeirri fegurð, sem auganu mætir og þeirri undra snilli, sem birtist í verkum listamannsins og ofurmannlegum afköstum hans. Erfitt er að benda á nokkuð sérstakt, sem ber af öðru fremur. Steinsúlan mikla, 17 metra há, öll höggvin lista- verkum (mannslíkömum), og mun eiga að tákna þrá manns- ins eftir Ijósinu að ofan, er þó að sjálfsögðu einna mest áþerandi og tvímælalaust það listaverkið, sem meistarinn hefur lagt mest verk í. Til þess að gefa aðeins öriítið nán- ari hugmynd um þetta háa risaverk, skal hér nefnt, að í hana er höggvin 121 mannsmynd í mikilli stærð, — full- orðnir menn eru þar t. d. þriggja metra háir. Steinsúlan er 2,5 m ( þvermál neðst, en tæpir tveir metrar efst, og var þungi hennar, áður en listamaðurinn tók að höggva í hana, hvorki meira né minna en 270 tonn. Tók það hann tugi ára að Ijúka þessu verki. — Einnig má þenda á annað risaverk, sem ásamt súlunni miklu mun fljótt vekja athygli ferðalangsins, en það er gosþrunnurinn mikli. Má e. t. v. segja, að hann sé miðdepill garðsins. Sex tröllauknir menn bera uppi feikistóra skál, sem vatn rennur sífellt úr á til- komumikinn hátt, niður í mikia ferhyrnda kerlaug. Á brún- um hennar er komið fyrir tuttugu trjám og í þeim fólk á ýmsum aldri. Listaverk þessi eru steypt í brons, eins og mörg fleiri í þessum einstæða garði. Ég dáðist mest að tvennu í fari þessa fráþæra lista- manns: Hinum ofurmanniegu afköstum hans, sem ég drap á fyrr, og sem ekki aðeins þirtast í verkum hans í þessum garði, heldur og í ótal mörgum öðrum listaverkum, sem geymd eru á söfnum borgarinnar eða á opnum svæðum, — og einstæðum hæfileikum hans til að túlka geðhrif, hvers konar mannleg geðhrif. Kemur það mjög glöggt fram 3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.