Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1971, Síða 10

Æskan - 01.01.1971, Síða 10
Þegar stóri Ijóti úlfurinn ætlaði ekki að borða hafragraut yfokkuð, sem var harla ótrúlegt, hafði komið fyrir. Það var nefnilega þannig, að stóri grimmi úlf- &/ urinn hafði komið gangandi gegnum skóginn, og svo hafði hann allt í einu komið auga á litlu grísina þrjá, þar sem þeir sváfu vært undir tré og áttu sér einskis ills von. Stóri Ijóti úlfurinn hafði ekki verið seinn á sér að koma sér til þeirra, og augnaþliki síðar var hann búinn að binda þá alla saman með reipi, er hann hafði haft á sér. — Jæja, þá er ég loksins búinn að ná ykkur öllum þrem, sagði stóri grimmi úlfurinn og sleikti út um. — Og nú förum við heim til mín, þar sem ég skal svo sannarlega sýna ykkur eldhúsið mitt, bætti hann við. En svo varð stóri Ijóti úlfurinn allt í einu þungt hugsi. Hann vissi, að litli Ijóti úlfurinn var heima. Hann stóð alltaf með litlu grísunum þremur, svo að stóri Ijóti úlfur- inn sá, að hann varð að breyta áformum sfnum eitthvað. Það var liklega betra fyrir hann að sækja heim pott og eldspýtur og matreiða hádegisverðinn inni i skóginum — langt frá kofanum, sem hann átti heima f. Stóri ijóti úlfurinn leit í kringum sig. Jú, ekki langt frá sá hann litinn skúr, sem skógarhöggsmenn voru vanir að nota, þegar þeir voru við vinnu sína í skóginum. Hann fór með veslings litlu grísina að skúrnum, setti þá síðan inn f hann og lokaði dyrunum vandlega á eftir sér með slag- brandi, svo að engin hætta væri nú á því, að grísirnir kæmust út. Þvf næst hélt stóri Ijóti úlfurinn heim til að sækja það sem hann hafði not fyrir. Enginn hafði séð, þegar hann handsamaði grfsina litlu — enginn að undanskilinni kráku einnl. Krákan hafði séð allt það er fram fór, og stóri Ijóti úlfurinn hafði séð krákuna, þegar hún flaug á brott, en hann tók ekkert tiliit til einnar kráku. Heima f kofa sfnum hitti stóri Ijóti úlfurinn son sinn, litla Ijóta úlfinn. — Það var gott að þú komst, pabbi, sagði litli Ijóti úlfurinn. — Ég er nefnilega að búa til hafragraut. — Hafragraut! hrópaði stóri Ijóti úlfurinn. — Hafragraut- ur er ekki matur handa sársvöngum úifum. Stóri Ijóti úlfurinn hafði hugsað sér annan hádegisverð, en þær hugsanir lét hann ekki uppi. — Það eina, sem ég hef not fyrir þessa stundina, er stóri potturinn okkar, sagði stóri Ijóti úlfurinn. — Til hvers ætlar þú að nota hann? spurði litli Ijóti úlfurinn. — Til hvers .t.. ég ... ég ætla að tína smávegis af berjum í hann, svaraði stóri Ijóti úlfurinn. — Tínir þú ber með hníf? spurði þá litli Ijóti úlfurinn. Hann sá nefnilega, að pabbi hans var með stóran hníf f annarri hendinni. — Já, það er svo mikið af brenninetlum á þeim stað, þar sem ég ætla að tína berin, sagði stóri Ijóti úlfurinn. — Svo ætla ég að segja þér að síðustu, að ef ég verð ekki kominn heim fyrir hádegi, þá mátt þú borða allan grautinn aleinn. Því næst gekk stóri Ijóti úlfurinn út úr kofanum með pottinn stóra. Einmitt þennan dag var Jesper engispretta á ferð um skóginn. Eins og þeim litla og virðulega herramanni sæmdi gekk hann hægt og varlega. Hann var alveg viss um, að allir, blómin, skordýrin, fuglarnir og dýrin, tækju eftir hon- um og dáðust að honum. Það var reyndar ekkert undar- legt, að hann hélt þetta, þar eð hann dáðist sjálfur mjög að sér. Þess vegna varð hann líka ekkert undrandi, þegar kráka ein sveif allt í einu niður til hans. — Góðan daginn, sagði krákan. — Ekki er hægt að segja, að þú sért hár í loftinu. — Má ég vera laus við nærveru þina, sagði Jesper. — Allir, að heimskum krákum undanskildum, vita að það er mjög mikill heiður af því að vera grannur. Sumir eru feitir og klunnalegir,- aðrir grannir og fagrir. — Með orðum mínum var ég ekki með meinyrði í þinn garð, sagði krákan. — Mál eru þannig vaxin, að stóri Ijóti úlfurinn hefur tekið þrjá litla grísi fasta. Hann geymir þá í litlum skúr. Á þessum skúr er lítið gat, og í gegnum það gat kemst enginn, sem er of stór fyrir það, ég held ... — Að ég eigi að vera björgunarmaðurinn, greip Jesper fram í fyrir krákunni. — Já, hvers vegna ekki? Þú hlýtur að sjá það sjálf, krákan mín góða, að enginn annar en ég er betur fallinn til slíkra starfa. Er skúrinn langt í burtu? — Já, hann er það, svaraðl krákan. — Seztu bara á bak mér, og svo flýg ég með þig þangað, sem skúrinn er. Það liggur nefnilega mjög mikið á. Stóri Ijóti úlfurinn er farinn heim til að ná í eldunartæki. Þegar krákan og Jesper komu að skúrnum, lét Jesper ekki segja sér tvisvar, hvað um var að vera. Skreið hann sem skjótast f gegnum gatið litla, sem var undir hurðinni. En það var svo fjarska dimmt inni í skúrnum, að Jesper skreið sem skjótast út úr honum aftur. — Við verðum að opna dyrnar, svo að það verði bjart þarna inni og ég geti leyst grísina, sagði hann.

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.