Æskan

Årgang

Æskan - 01.01.1971, Side 13

Æskan - 01.01.1971, Side 13
Misnotkun og vanamyndun Mörg eiturefni eiga það sameiginlegt, að áhrif þeirra á líffærin þreytast við lang- varandi notkun. Það myndast smám sam- an sterk ílöngun eða þörf fyrir eitrið, og só þeirri (löngun eða þörf ekki fullnægt, finnur viðkomandi einstaklingur til mik- illa óþæginda og getur orðið sárþjáður. Vanamyndun hefur átt sér stað. Hlutað- eigandi persóna er orðin háð eiturefninu. Slík áhrif hafa fyrst og fremst kókaín og efni af ópíum flokknum, svo sem morfin og heróín. Aðalhættan við marihú- ana og hass er sú, að hlutaðeigandi lendi fyrr eða síðar í sterkari eiturlyfjum fyrsta flokksins. Ýmis svefnlyf, amfetamín og prelúdin og önnur svipuð efni geta oft verið vanamyndandi. Mesta hættan f sambandi við áfengis- notkun er raunar, að hún leiðir oft til notkunar hinna sterkari eiturlyfja. Þegar einstaklingur hefur neytt áfengis svo lengi og svo reglubundið, að löngun- in í það er orðin sterkari en viljinn til að drekka það ekki, segjum við, að hann sé orðinn ofdrykkjumaður eða áfengissjúkl- ingur. Ofdrykkjumaðurinn hefur með öðrum orðum algjörlega misst vald á sjálfum sér, þegar áfengið er annars vegar. Erfitt er að segja um það með vissu, hve margir áfengissjúklingar eru hér á landi, en þeir eru taldir um þrjú þúsund. Ofneyzla áfengis er einn af alvarleg- ustu og útbreiddustu sjúkdómum meðal þjóðar okkar. Áfengi er að visu vanamyndandi, en þó vægara en þau fyrst töldu. Sigurður Gunnarsson. Þetta gerdist fyrir 47 árum: Knattspyrnuleikur aldarinnar ^^^P^yrsti knattspyrnuleikurinn á hinum fræga Wembley-leikvelli Breta fór fram þann 29. apríl 1923, og þar kepptu ensku liðin West Ham og Bolton Wanderers. Sá leikur var allsögulegur, þar sem um þúsund áhorfendanna hlutu meira eða minna tjón af, margir misstu heilsuna f lengri eða skemmri tíma, og einn áhorfenda dó.. Þær vikur, sem eftir voru til leiksins eftir að búið var að ákveða, hvenær hann ætti 'að fara fram, voru vel notaðar til þess að stækka áhorfendasvæðið, því að öruggt var, að mjög margir vildu sjá þennan mikilvæga leik. Öll sæti áhorfendasvæðisins voru fyrir löngu uppseld, og nú var lagt kapp á að stækka áhorfendasvæðið það mikið, að 130 þúsund manns gætu komizt þar fyrir, en forráðamennirnir álitu, að sá fjöldi kæmi til að horfa á leikinn. En þar misreiknaðist þeim góðu herrum heldur betur. Það voru yfir 200 þúsund manns, sem inn á leikvanginn vildu komast — sem flestir vildu taka þátt í vígslu hins fræga leikvallar, en það var einfaldlega ekki rúm íyrir allan þennan fjölda. En við þetta vildi fjöfdinn ekki sætta sig. Um kl. 2 e. h., þegar knattspyrnuleikurinn átti að hefjast, var fjöldinn allur af æstu fólki, sem komast vildi inn á svæðið. Allt var í uppnámi. Milli 50 þúsund og 100 þúsund manns, sem ekki gátu fengið miða á leikinn, þrutu hliðin á svæðinu, ruddust inn og fylltu sjálfan leikvöllinn — það var bókstaf- lega ekki hægt að hafa hemil á fólkinu. Þrjú þúsund lögregluþjónar stóðu inni f miðjum manngrúanum og vissu ekki sitt rjúkandi ráð. Menn og konur féllu í yfirlið, og Rauði krossinn var kominn á staðinn með hjálpargögn sfn. Öskur fólksins og sfrenuvæl yfirgnæfði allt. Á sama tima lágu 30 meðvitundarlausir á svæðinu, og tala slasaðra var komin yfir eitt þúsund. Fjöldi nýrra lögregluþjóna kom þeysandi á þifhjólum, en þessi liðsauki lögreglunnar kom ekki að gagni. Og nú átti konungurinn 13 L

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.