Æskan

Årgang

Æskan - 01.01.1971, Side 16

Æskan - 01.01.1971, Side 16
Verðlaunaflugferð HEIMSOKN TIL RÍNARLANDA 24 spurningar í ár efna ÆSKAN og FLUGFÉLAG ÍSLANDS til spurningaþrautar, sem er að mestu leyti um Vestur-Þýzkaland, en nú hefur þeim merka áfanga verið náð í starfi FLUGFÉLAGS ÍS- LANDS, að fastar áætlunarferðir hefjast til hinnar sögufrægu borgar Frankfurt am Main, en þar er einn stærsti flugvöllur Evrópu, og þaðan liggja leiðir um allan heim. — Spurn- ingarnar í þrautinni verða alls .24, og með hverri spurningu eru gefin upp þrjú svör merkt a), b) og c), en lesandi velur úr rétt svar að sínu viti. Að þessu sinni verða 1. verðlaun flugferð með þotu FLUGFÉLAGS ÍSLANDS, Boeing 727C, til Frankfurt am Main. 2. verð- laun flugferð frá Suðurlandi til Norðurlands. 3. verðlaun flugferð frá Norðurlandi til Suður- lands. 4. verðlaun flugferð frá Vesturlandi til Austurlands. 5. verðlaun flugferð frá Austur- landi til Vesturlands. Hér er um að ræða far- seðla (tvímiða), en ekki dvalarkostnað. 6. verðlaun ævintýri H. C. Andersens í 3 bindum. Sérhver lesandi ÆSKUNNAR undir 14 ára aldri hefur rétt til að keppa um þessi glæsi- legu verðlaun. Ef mörg rétt svör berast, verð- ur dregið um verðlaunin. Skrifið svörin upp í réttri röð. Svör þurfa að hafa borizt blaðinu fyrir 1. apríl næstkomandi. 1. í ríkismerki Vestur-Þýzkalands er mynd af fugli. Hvaða fugl er það? a) Ugla b) Örn c) Fálki 2. í hvaða borg Þýzkalands er tón- skáldið fræga, Beethoven, fæddur? a) Mainz b) Worms c) Bonn 3. Um einn klett í Rínarfljóti orti Heine frægt kvæði. Hvað heitir þessi klettur? a) Cochem b) Riidesheim c) Lorelei 4. í hvaða borg Þýzkalands er hið heims- fræga skáld, Heine, fæddur? a) Dússeldorf b) Godesberg c) Aachen 16

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.