Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.01.1971, Qupperneq 19

Æskan - 01.01.1971, Qupperneq 19
hinum fegurstu litum. Innst í salnum var glæsilegt há- sæti úr býflugnavaxi, og þar sat drottningin. Nokkru áður en verðirnir voru komnir með prinsess- una að hásætinu, mælti drottningin geðvonzkulega með þrumuraust: „Hverjir eru það, sem leyfa sér að trufla mig? Og hvaða vesalings kríli er það, sem þið komið þarna með?“ Prinsessan gekk nú fram fyrir drottninguna og skýrði henni frá því, að hún kæmi úr garði nokkrum, sem væri langt, langt í burtu. Hauststormarnir hefðu brotið nið- ur tréð, sem hún hefði búið í, svo að nú ætti hún hvergi heima og væri því að leita sér að góðum stað til vetur- vistar. „Ég vona,“ mælti prinsessan að lokum, „að yðar há- tign sýni mér þá vinsemd og gestrisni að veita mér húsa- skjól, þangað til ég get flogið á braut og fundið mér fastan samastað á ný.“ Drottningin hlustaði með mikilli vanstillingu . á frá- sögn prinsessunnar, tók fram í áður en hún hafði lokið máli sínu að fullu og mælti reiðilega: „N'ei, það kemur ekki til mála, að ég leyfi það. Dettur þér í hug, að ég fari að fæða þig í allan vetur? Og þú hefur ekkert unnið hér við að safna vistum til vetrar! Snautaðu burt! Snautaðu tafarlaust burt!“ Verðirnir þorðu ekki annað en að fara þegar í stað út með prinsessuna. Og er þau komu að hliðinu á ný, sagði prinsessan kjökrandi og niðurbrotin: „Ó, hvað á ég nú að gera? Ég hlýt að deyja úr hungri og kulda." Þá mælti annar vörðurinn blíðlega: „Gráttu ekki, góða prinsessa. Við skulum hjálpa þér.“ Og við félaga sinn sagði hann: „Við skulum tala um þetta við hinar býflugurnar. Við skulum kalla þær allar saman til fundar." Síðan létu þeir fundarboð ganga um allt býflugnabú- ið. Og á tilsettum tíma var fundarsalurinn stóri þétt- setinn masandi býflugum. Verðirnir skýrðu nú áheyr- endum frá sorgarsögu prinsessunnar og drógu enga dul á, að hennar biði ekkert annað en kröm og kvöl og loks hungurdauði, ef þau kæmu sér ekki saman um að hjálpa henni. Hljómþýtt suð heyrðist frá áheyrendum. Auðh'eyrt var, að allir höfðu samúð með prinsessunni, enda leið ekki á löngu, þangað til samþykkt var einróma að hjálpa henni. Ákveðið var að leyna prinsessunni niðri í kjallara, en þar voru nokkrir tómir klefar, sem drottningin kom aldrei inn í. Loks buðust allir til að draga lítið eitt af matarskammti sínum dagl'ega, svo að prinsessan fengi nóg að borða. Þá mundi drottningin vonda aldrei verða þess vör, að óeðlilega gengi á matarforðann. °g þetta var allt framkvæmt eftir ágætri áætlun. Prinsessan kom sér fyrir í einum stærsta klefanum, sem laus var. Nokkrar býflugur, sem til þess voru kjörnar, bjuggu til borð og stól handa prinsessunni. Aðrar gerðu handa henni gott rúm, sem fóðrað var m'eð mjúkum mosa. Þær duglegustu höfðu skíeytt alla veggina með hinum fegurstu mynztrum úr frjókornum. Og þama bjó prinsessan unga allan veturinn og undi sér vel. Býflugurnar góðu skiptust á um að koma til hennar öðru hverju, færa henni mat og spjalla við hana, svo að henni leiddist ekki. Og loksins kom svo blessað vorið eftir langan vetur, og býflugurnar gátu byrjað á ný að fljúga á milli blóm- anna og safna hunangi og blómasaft. Og þær voru frá- bærlega iðnar, eins og býflugur eru alltaf, svo að ekki leið á löngu, þangað til birgðaskemmur búsins voru hlaðnar vistum. Prinsessan litla tók ekki síður þátt í birgðasöfnuninni en aðrir, og af sízt minni áhuga. Raun- ar hafði hún ekki enn fengið leyfi drottningarinnar til að búa í ríki hennar, en hún vann eingöngu í þakkar- skyni við alla þá, sem höfðu hætt á að hljóta reiði drottn- ingarinnar fyrir það að leyna henni og sýna henni svo mikla vinsemd og hjálpsemi. 19 L
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.