Æskan - 01.01.1971, Síða 24
Þau yfirgáfu dýragarðinn og óku sem leið lá að vaxmyndasafni
Madame Tussaud’s. Þar var fjölmenni fyrir og mikið um að vera.
Allir, sem koma til London vilja sjá þetta heimsfræga safn. Þó
að þetta væri aðeins nokkrum dögum eftir að nýja ríkisstjórnin
undir forsæti Mr Edwards Heaths tók til starfa, voru vaxmyndir
af Mr. Heath og samráðherrum hans fjórum komnar upp, það
voru Hogg, Moulding, Douglas Home, McLoyd. Á miðju gólfi var
konungsfjölskyldan, þarna var Snowdon lávarður og Margrét
prinsessa, Alexandra prinsessa og fjöldinn allur af fyrirfólki ásamt
Parlamentið (þinghúsið) séð úr lofti.
ingiríði og Friðrik konungi í Danmörku. Beint á móti þessu íyrir-
fólki er Elísabet drottning ásamt manni sínum Filipþusi hertoga
og nokkrir „beefeaters” þeim til trausts og halds. Við hlið drottn-
ingar er kóróna, sem virðist vera nákvæm eftirlíking þeirrar, sem
geymd er i hvelfingunni í Tower. Þarna er Charles prins og
Elisabet drottningarmóðir, en síðan taka við frægir pólitíkusar svo
sem Chamberlain, Gladstone, McDonald, Hugh Gaitskell að ó-
gleymdum Harold MacMillan. Þarna situr Yosita frá Japan með
stóran vindil og fráfarandi forsætisráðherra Harold Wilson situr
hér með Barböru Castle á aðra hönd og Michael Stuart á hina
ásamt Roy Jenkins og Callagan. Við næsta borð situr hinn fallni
þingmaður George Brown ásamt fleiri mönnum og síðan taka við
aðrir, svo sem Sir Francis Chichester, sem sigldi einn síns liðs
umhverfis jörðina, og næstur honum Lord Baden Powell stofn-
andi skátahreyfingarinnar og William Boots hershöfðingi, stofn-
andi Hjálpræðishersins. Síðan taka við trúarleiðtogar: Kalvín,
Lúther og Páll páfi VI ásamt mörgum prelátum. Gegnt úti á miðju
gólfi eru karlar, sem ekki láta sig trúarbrögð miklu skipta, en
þar situr fremstur Ho Chi Minh, en fyrir aftan hann standa Fidel
Castro, Leonid Bresnéf og Maó Tse Tung. Maó er unglegur og
hressilegur í sínum bláa vinnugalla, en Bresnéf er í gráum jakka-
fötum. Og hér er Martin Luther King, og nú taka við fleiri Banda-
ríkjamenn: Hoover, Abraham Lincoln, Johnson og William Penn
og gamli Eisenhower. Þarna er líka Theodor gamli Roosevelt, og
hér standa þeir saman Nixon núverandi Bandaríkjaforseti og John
F. Kennedy. Og hár situr Franklin D. Roosevelt.
Þá koma geimfararnir John Glenn og Júri Gagarín. Hér kemur
einn, sem við könnumst við frá Reykjavík, David Ben Gurion. Þá
taka við franskir heiðursmenn með de Gaulle í broddi fylkingar,
síðan eru Adenauer og Hussein Jórdaníukonungur. Hér er Nasser,
og Krúséf stendur þarna að baki hans. Þá koma Titó og heldur
á dagblaði, Sjú En Læ, Makaríos erkibiskup og Jomo Kenyatta.
Nehru og Indira Gandhi eru í góðum félagsskap. Úti [ horni,
næstum hálfur bak við skerm, stendur lan Smith frá Rhódesíu.
Ekki má skilja svo við þennan mikla sal, að ekki sé getið manns
sem situr hér á miðju gólfi og málar mynd. Þetta er Sir Winston
Churchill, sem situr hér í sínum röndóttu jakkafötum með stóran
hvitan hatt á höfði og málar hitabeltislandslag með pálmum og
sólgullnum sæ. Hér fyrir framan eru frægir útvarps- og sjónvarps-
menn, og situr David Frost þar í miðju. Hér stendur einnig vörður,
sem segir ekki neitt, enda er hann úr vaxi.
Á næstu hæð fyrir ofan eru sýndir atburðir úr sögu Englands,
og sumir Ijótir. Flest eru þetta söguleg morð og aftökur, og hér
er sýnt, þegar Guy Fawkes var tekinn fastur, en við hann er
Guy Fawkes kvöldið kennt, sem er nokkurs konar gamlárskvöld
á Bretlandseyjum með flugeldasýningum og fleiru. Það var ,5.
nóvember 1605, að Guy Fawkes og félagar hans reyndu að
sprengja Parlamentið (þinghúsið) í loft upp til þess að mótmæla
Jakob I. Hér sést Guy Fawkes handtekinn í kjallaranum undir
þinghúsinu rétt áður en hann gat kveikt í púðrinu, sem átti að
24