Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.01.1971, Qupperneq 27

Æskan - 01.01.1971, Qupperneq 27
»Þessi dýr og fuglar lifa aðeins í SuSur-Ameriku,“ sagSi málarinn. ,,Það er nóg að gera,“ hrópaði Villi ánægður. „Það eru ekki nema nokkrar mínútur síðan ég var að ferðast um á Suðurpólnum, og nú er ég kominn upp í flugvél, sem er á leið til, ja, ég veit ekki hvert.“ ,,Er nokkur, sem veit, hvert flugvélin er að fara?“ spurði Villi. En Hannibal, sem einnig var hissa á þess- um hraða, hallaði sér út af til þess að láta sig dreyma um mörgæsavinina sína. „Segið mér það, ef ein- hver veit.“ ,,Við erum á leið til Argentínu, vinur minn,“ sagði einhver með djúpri röddu. „Það er stórt land í Suður- Ameríku, og þar muntu sjá mikla skóga og víðáttu- miklar sléttur svo langt sem augað eygir. Þar eru einnig sandeyðimerkur, þar sem einstaka gróðurblett- 'r eru á stangli. En þar eru einnig hin undurfögru Andesfjöll. Þetta er landið, þar sem ég er fæddur, °9 þér mun ábyggilega geðjast að því.“ Villi sneri sér við til þess að sjá, hver talaði og sá, að það var málarinn, sem teiknaði og málaði brosandi aí niiklu kappi. „Ég heiti Ricardo Fernandez," sagði hann. „Fólkið kallar mig Ricky. Ég er að teikna handa þér myndir af sérkennilegum dýrum og fugl- um, senn aðeins eru til í Suður-Ameríku.“ Villi fylgdist með, hvernig listamaðurinn teiknaði, meðan flugvélin, Douglas Skymaster, þaut yfir ísauðn- ir hafsins umhverfis suðurskautið, yfir snævi þakin fjöll inn í milda veðráttu Argentínu. Og hann hlustaði gegnum skrúfuþyt vélarinnar á frásagnir Rickys um dýrin og fuglana, sem hann var að teikna. „Ég var einu sinni úti í skógi, þegar ég heyrði allt í einu geysilega skruðninga. Þrumur, hugsaði ég, en ekki aldeilis, það var öskur úr stórum górilluapa. Ann- að skipti ætlaði ég að reyna að elta uppi armadillo, en þú hefðir átt að sjá, hvað hann gat hlaupið hratt. En þá sá ég mauraætu, sem er tannlaust dýr. Og skammt þar frá fann ég tamandua, sem hékk á löpp- unum niður úr trjágrein.“ Síðan bætti Ricky við með söknuði í röddinni: „Það er eitt dýr, sem mig hefur langað til þess að teikna en ekki getað, vegna þess að ég hef aldrei séð það. Þess vegna er ég nú á leið til La Pampa til þess að reyna að finna það.“ „Hvaða dýr er það?“ spurði Villi. „Það er guanaco,“ sagði Ricky og yppti öxlum. „En ég býst við, að ég verði að leita lengi. Þetta er lítið kameldýr með engan hnúð á hryggnum, og það 27
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.