Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.01.1971, Qupperneq 32

Æskan - 01.01.1971, Qupperneq 32
augardagurinn 3. október var runninn upp, og í vændum var ferðin til New York og aðalstöðva Sam- einuðu þjóðanna. Mér varð nú hugsað til þess, sem ég hafði áður heyrt um þessa milljónaborg. Þar er mannfjöldinn sagður svo mikill, að jafnvel öll íslenzka þjóðin nægði vart til að fylla eitt lítið hverfi hennar. Og þar eru sendi- menn erlendra ríkja saman komnir í háhýsi einu í miðri borginni til að ræða um, hvernig friði og velferð mannkynsins verði bezt borgið, en oft er það því miður til lítils árangurs. Áður en lagt var af stað, gafst okkur kostur á að kynnast starf- semi Loftleiða á Keflavíkurflugvelli. Mér kom í hug, að nöfn flugvéla félagsins eins og Leifur Eiríksson og Þorfinnur karlsefni væru vel viðeigandi, því að Loftleiðir er ekki aðeins landkönn- uður heldur landnemi, sem hefur borið hróður lands síns víða um lönd. Lagt var af stað með einni af þotum Loftleiða, hinum rennileg- asta farkosti. í flugvélinni var fólk af ýmsu þjóðerni, og hver mælti á sína tungu, svo að kliðurinn var heldur ókunnuglegur í eyrum okkar. En þó að allur aðbúnaður í flugvélinni væri hinn ákjósanlegasti, er 6 tíma flug nokkuð þreytandi, og þar að auki Jóna Karen og Guðmundur eru hér í heimsókn hjá SÞ. Frelsisstyttan við New York. vorum við óþreyjufull eftir að komast til áfangastaðar. Við vorum því fegin, þegar loks var lent í New York um kl. 9 að þarlendum tíma. Það var engu líkara en eitthvert kóngafólk væri á ferð, því á Kennedyflugvelli var mætt móttökunefnd: lítill og feitlaginn maður, sem reyndist hinn vingjarnlegasti. Við héldum þegar af stað til borgarinnar og var m. a. ekið um hverfið Harlem, þar sem svertingjar búa við bág kjör og er augljóst dæmi um það ranglæti, sem svarti kynstofninn verður víða að þola. Mjög var orðið áliðið dags, svo að ekið var skemmstu leið til hótelsins, þar sem okkur var ætlað að búa. Við höfðum vakað nærri sólar- hring frá því, er fyrst var lagt af stað, og var hann því Ijúfur fyrsti svefninn á erlendri grund. Daginn eftir var farið í kynnisferð um borgina, en við kom- umst brátt að raun um það, að ekki er á færi nokkurs manns að kynnast öllu því, sem borgin hefur að bjóða, jafnvel þó að tíminn væri nægur. Við fórum fyrst í stærsta skemmtigarð borg- arinnar, og er hann sannarlega ævintýraheimur. Þar úir og grúir af alls konar dýrum, smáum og stórum á fallegum gróðursvæð- um og einnig er mikið um skemmtitæki af öllum gerðum. Við ókum um garðinn í hestvagni, sem ,,gæðingur“ einn mikill dró. En þó að hestur þessi teljist ef til vill kostagripur í sínu heima- landi, þá grunar mig, að hann mundi reynast heldur uppburðar- lítill hjá litla knálega hestinum okkar. Síðar um daginn sigldum við í ferju umhverfis Manhattan. Leiðsögumaðurinn í þessari ferð var í íslenzkri lopapeysu, en ef til vill hefur einhver sveitakona innst í afdal á íslandi prjónað hana. Um kvöldið hófst einhver skemmtilegasti hluti ferðalagsins, þá var listamannahverfið í New York heimsótt. Allt var þar nýtt og heillandi, sem fyrir augun bar, einkum þó fólkið og líf þess i hverfinu. Og aldrei mun ég gleyma hinum dásamlega gómsæta 32
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.