Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1971, Síða 35

Æskan - 01.01.1971, Síða 35
13 ÁRA flugkona Petra er yngsta flugkonan í heiminum. Hún heitir ftillu nafni Petra Dawkins, á heima í Suður-Afríku og er 13 ára gömul. Faðir hennar — og reyndar fjölskyld- an öll — hefur flugpróf og á litla flugvél. Faðir Petru hefur haft hana með sér i flugferðir síðan hún var pínulítil, og fjölskyldan, móðir hennar, 17 ára systir og litli bróðir, er öll með flugdellu og eyðir öllum sínum tómstundum í loftinu, en litli bróðir hennar er sá eini, sem ekki kann að fljúga. Petra hefur undanfarið haft góðan kennara, 21 árs þrýstiloftsflugmann. Nú vill Petra fá prófskírteini sem atvinnuflugkona, og ef hún fær það, þá verður hún yngsta konan og ein af fáum konum í heimi, sem nota flugpróf sitt í atvinnuskyni. ■J »Ég skal gjarna vitja um allar snörurnar, svo að þú getir losn- að við jjað, Óli.“ „Ælli það sé ekki eins ástatt með þig og mig?“ „Nei, ég er miklu harðari í horn að taka, eins og þú veizt. Þú ert svo likur henni mömmu, Óli.“ Óla hlýnaði um hjartarætur af þessum orðum. Hann leit til hróður sins tárvotum augum: „Það er svo vont að vera — fá- tæk... — að ... að hafa svona lítið handa á milli, á ég við. Það getur gert fólk svartsýnt og að verri rnönnum." „Ó, já,“ sagði Þór og andvarpaði. Skömmu seinna gengu þeir út og báru inn eldivið, eins og þeir voru vanir að gera á kvöldin. — — — Nokkrum dögum seinna kom Óli við hjá Skógstad og spurði, livort hann vildi kaupa rjúpur. Skógstad var ríkur maður, sem átti stórt hús og heimili, og líklegt var, að hann þyrfti mikið og gott til bús að leggja. Skógstad sat á skrifstofu sinni, var önnum kafinn við skriftir, og hann svaraði stuttaralega: „Nei, l>ökk fyrir,“ — og leit ekki UPP frá vinnu sinni. Óla féllst hugur við jjetta svar. Hann sneri því til dyra, og um leið og hann tók í handfangið og opnaði, sagði hann: „Vertu þá sæll, og þökk fyrir mig.“ Það var svo mikill sársauki í röddinni, að Skógstad leit upp °g sá þá um leið á ljósan hnakka drengsins, sem hvarf út úr gættinni. Hann var hugsi um stund, en stóð síðan upp og gekk út á tröppurnar. Óli var jrar rétt hjá og batt á sig skíðin. „Ert þú frá Fögruhlíð?“ „Já.“ „Hvernig líður ykkur þar núna?“ „Þökk fyrir, við erum öll við góða heilsu." „Og þið stundið rjúpnaveiðar? En — segðu mér eitt, — hver á skóginn og landið, þar sem þið veiðið?“ Óli blóðroðnaði. Ætlaði nú Skógstad að banna þeim slika smá- rouni, svo ágætur sem hann var. Allt virtist benda til þess, því uð hann var fjarska alvarlegur. En hverju átti Óli að svara? Atti hann að smeygja sér t.ndan og segja, að hann vissi það ekki? Nei! Hann rétti úr sér, horfði beint í augu Skógstads og sagði: „Það er víst skógurinn þinn.“ Það komu margar litlar hrukkur i augnakróka Skógstads. Það leit helzt út fyrir, að bros væri að myndast á gamla, harðneskju- lega andlitinu. „Hefurðu margar rjúpur með þér?“ „Ég er með tólf.“ „Þegar ég hugsa mig vel um, mun ég áreiðanlega hafa þörf fyrir þessar rjúpur. Líttu á, — hérna eru tíu krónur, sem þú skalt fá fyrir þær.“ „Það er alltof mikið. Ég get ekki gefið ])ér til baka.“ En Skógstad heyrði ekki, hvað hann sagði. Hann liökti inn i ganginn og kom út aftur með spánýja skó. Og j)á var hann svo glaður og gæðalegur, að hann sagði hlæjandi: „Líttu nú á, Tordenskjold,*) — eða hvað heitir þú nú annars?" „Ég heiti Óli.“ „Jæja, það er þá bróðir þinn, sem er sækóngurinn. En ]>að er nú alveg sama. Líttu á, — ég er hér með ónýta skó! Þeir hæfa engum hér á heimilinu. Þessir skósmiðir nú á dögum geta aldrei gert neitt sómasamlegt. En heldurðu ekki, að það mundu finnast fætur af þessari stærð uppi í Fögrúhlíð? Ha?“ „Ó, jú, — en þetta nær engri átt.“ „En heyrðu mig, Torden —, nei, Óli, — á ég við! Komdu nú inn og livildu þig um stund.“ Hann opnaði eldhúsdyrnar og kallaði: „Hér er kominn karlmaður, sem á að fá mat, ■— góðan mat.“ „Ég — ég — er nýbúinn að borða,“ stamaði Óli. Honum vökn- aði um augu. „Það var nú lakara. O, jæja! Komdu þá með mér inn i eldhús- ið. Réttið mér körfuna! — O, jamm og jæja!“ Síðan fyllti Skógstad körfuna af matvælum, smjöri, osti og brauði — og ýmsu öðru góðgæti. En þegar liann ætlaði að rétta Óla körfuna, sá liann, að tár runnu niður kinnar hans. Þá dró hann að sér liöndina og spurði lágt: „Hvað er að þér, drengur minn? Ertu eitthvað lasinn?" *) Tordenskjold er nafn á frægum, norskum sjóliðsforingja. 35

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.