Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.01.1971, Qupperneq 47

Æskan - 01.01.1971, Qupperneq 47
Landnámsbærinn. íslenzki fáninn. S.l. vor fól bæjarstjórn Akureyrar skát- unum á Akureyri að sjá um hátíðahöldin á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Hugmynd þeirra var snjöll en krafðist feykimikillar vinnu. Ekki er of mælt, að um 300 skátar á ýmsum aldri hafi meira og minna unnið að undirbúningnum, eða allt frá ylfingum og Ijósálfum (9—10 ára) upp í St. Georgsskáta, sem eru ,,gömlu“ skátarnir, er leggja gjarnan hönd á plóg- inn hinum ungu til hjálpar, þegar þörf krefur. En gefum nú Akureyrarskátum orðið: Að morgni 17. júní s.l. mátti sjá skraut- búið víkingaskip sigla inn á Akureyrar- poll. I stafni stóðu Helgi magri og Þór- unn hyrna, þau er námu land í Eyjafirði. Víkingar koma aS landi. Á skipinu með þeim voru nokkrir vinir Helga og frændur, er hugðust'einnig nema land á eyjunni köldu, svo og þrælar og ambáttir. Skipið lagðist að Torfunes- bryggju, og stigu landnámsmenn þar á bak hestum sínum og helguðu sér land með því að kveikja elda á nokkrum stöð- um I útjaðri bæjarins. Þessi sigling land- námsskipsins var fyrsti liðurinn í 17. júní hátíðahöldunum á Akureyri, en þau fóru að nokkru leyti fram í fornum stll, og sáu skátar um framkvæmd þeirra. Var land- námsöldin bakgrunnur þeirra, en þó eink- um landnám Eyjafjarðar. Eftir hádegi var safnazt saman á Ráð- hústorgi og gengið á íþróttavöllinn. í broddi fylkingar gengu 120 skátar í hvft- um, rauðum og bláum skikkjum. Á íþrótta- vellinum hófst „Héraðsþing" og var þar margt til skemmtunar og fróðleiks. Þór Magnússon þjóðminjavörður flutti ræðu dagsins og talaði um sambúð lands og þjóðar. Kynnt var saga íslenzka fánans og mynduðu hinir skikkjuklæddu skátar hina fjóra fána, um leið og þeir voru kynnt- ir. Völva kom fram ásamt fylgdarmeyjum sínum og flutti erindi úr Völuspá. Þá var skrautsýning á kvæði Davíðs Stefánsson- ar, „Sigling inn Eyjafjörð". Að lokum var söguleg sýning, er Helgi magri og allir búendur í landnámi hans héldu þing og sömdu lög fyrir byggðina. Kórar bæjarins sungu milli atriða. í „þinghléi" var sýning á fornum bú- skaparháttum í litlum landnámsbæ, er reistur hafði verið sunnan við íþróttasvæð- ið. Vantaði þekjuna öðrum megin, svo gott var að virða bæinn fyrir sér, en þar hafði verið komið fyrir ýmsum gömlum munum. Voru Ijósálfar og ylfingar við ým- is störf utan bæjar og innan. Þar mátti sjá konur kemba ull, spinna á snældu og strokka smjör, en karla berja fisk, raka gærur og flétta reipi. Einnig voru hús- karlar og þernur við heyskap og önnur útiverk. Að loknu „þinghléi" var gengið til leika, og voru þeir miðaðir við yngri kynslóð- ina. Fyrst voru sýndir og kenndir gamlir leikir, síðan keppni milli fulltrúa frá æsku- lýðsfélögum bæjarins í því að velta gjörð, einnig gengu nokkur börn upp þróunar- stigann, þ. e. byrjuðu á því að skrlða en enduðu með að hjóla. Einnig skemmti Ómar Ragnarsson við mikinn fögnuð áheyrenda. Kvölddagskráin var svo með nýrra sniði, voru þar sýndir leikþættir, söngur, upp- Hópur skáta- drengja frá Akur- eyri á Landsmótinu 1970. 47
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.