Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1971, Síða 55

Æskan - 01.01.1971, Síða 55
örg bréf hafa blaðinu borizt, sem byrja eitthvað á þessa leið: Mig iangar svo óskaplega mikið til þess að verða leikari, hvar get ég lært það? 1 il þess að verða leikari þarf fyrst af öllu ieikhæfileika, það er að segja hæfi- leika til þess að setja sig í annarra spor °g lifa lifi þeirra þá stund, sem leiksýn- ingin stendur yfir, og gera það svo trú- verðugiega, að fullt hús af fólki trúi þvi, að sú persóna, sem þeir horfa á, sé t. d. Elisabet I eða Jón Hreggviðsson frá Rein, ®n án leikhæfileika getur enginn orðið leikari. Margir virðast álita, að þeir geti farið 1 leiklistarskóla og útskrifazt þaðan sem leikarar, en reyndin er nú önnur. í leiklistarskólunum, svo sem öðrum listaskólum, getur hæfileika- og dugnaðar- fólk lært margt nytsamlegt, en að verða listamaður lærir fólk ekki, hvorki í þess- ayi grein né neinni annarri, það er að- eins hægt að kenna fólki tækni, en hún er hverjum listamanni nauðsyn.----------— En sértu nú samt sem áður ákveðinn í að gerast leikari, þá getur þú byrjað að Þjálfa sjálfan þig, þótt þú sért ennþá ungur að árum, og þú getur gert þetta á hinn skemmtilegasta máta. Hér eru nokkr- lr leikir bæði fyrir leikaraefni og aðra: I- vendu þig á að tala skýrt: Hlustaðu a sjálfan þig tala, talarðu t. d. eitthvað svipað og þessir strákar, sem hittust? Annar þeirra var niðurdreginn, en hinn kampakátur. Sá glaði spurði: „Kva e a ðér?“ Sá dapri svaraði: „É va iakkaður í gólanum í da.“ Þá svaraði liinn: „Nú va þa, é va hakkaður.“ Það sem þeir vildu sagt hafa var, A: „Hvað er að þér?“ B: „Ég var lækkaður í skólanum í dag.“ „Nú var það, ég var hækkaður." Latmæli, svipuð þessari skrítlu, er allt of algengur málgalli. II. Hreyfðu vel varirnar, kjálkana og tunguna, þegar þú talar. Þraut eins og sú að segja skýrt: „Þrisvar sinnum þrí- brotin blýkringla," er góð, og „segðu svo skýrt spakmannaspjarir, að hvergi komi saman á þér varir.“ Og einnig: „Stebbi stóð á ströndu og var að troða strý, strý gat ekki troðizt, þó Stebbi træði strý, eintróð Stebbi strý, tvítróð Stebhi strý, þrítróð Stebbi strý,“ og svo framvegis Vandinn er að mismæla sig ekki. Þessi þuja er góð öndunaræfing. Ef þið þurfið að láta heyra til ykkar í stóru húsi, þá er áríðandi að hafa nóg loft í lungunum, það heyrist þá miklu betur til ykkar. Leikari þarf oft að segja langar setn- ingar, og þá er gott ráð að æfa sig á leiknum „Faðir minn átti 50 geitur.“ Hann er þannig: III. Þú dregur djúpt að þér andann og segir svo og reynir að missa ekki meira loft en nauðsyn krefur: „Faðir minn átti 50 geitur og batt þær allar á eitt band, batt eina, batt tvær, batt þrjár" og svo framvegis. Þetta geta orðið æðimargar geitur að lokum, en vertu ekki hissa þótt þér veitist erfitt að ná 50 geitum á eitt band í fyrstu tilraun, en þolinmæðin þrautir vinnur allar, byrjaðu bara aftur, sumir koma 70 á bandið eða fleiri. Svo er það eitt, sem leikari verður að gera, það er að læra utanbókar, oft löng hlutverk. Til er leikur, sem þjálfar minn- ið. Hann er þannig, að þeir, sem þátt taka í leiknum, binda saman nafnorð: IV. A segir: „Sími“. B segir: „Sími, borð.“ C: „Sími, borð, stóll." A: „Sími, borð, stóll, diskur.“ B: „Sími, borð, stóll, diskur, köttur.“ C: „Simi, borð, stóll, diskur, köttur, mjólk.“ A: „Sími, borð, stóll, diskur, köttur, mjólk, tuska.“ Og galdurinn er að halda áfram þul- unni og gleyma aldrei orði. Þetta er nær því ógerningur, nema búin sé til saga i huganum um leið, og orðin þannig bundin saman. T. d.: Simi stendur á borði, við hliðina á borðinu er stóll, þarna á gólf- inu er diskur með mjólk. T. d. Sími, borð — Sími stendur á borði, sem stóll stend- ur við, diskur er á borðinu. Köttur liopp- ar upp á borðið og lepur mjóik af diskinum, hann stígur á barminn og mjólkin fer niður. Hvar er tuska? Og ef þið svo eftir á berið saman sög- urnar, sem þið hafið búið til í huganum, getur það orðið skemmtilegt líka, vegna þess að þær verða áreiðanlega gjörólík- ar. — — En snúum okkur þá að leiklistarnámi í skóla. — Þjóðleikhúsið rekur einn slík- an leiklistarskóla, og er hann til húsa í Lindarbæ í Reykjavík. Námið þar tekur þrjú ár, en skólinn er starfandi frá 1. október til 20. maí. Nemendafjöldi skól- ans er aðeiijs 10—12, og álíka margir kennarar kenna við skólann. Kennslu- stundir eru þrjár á dag. Þeir, sem þreyta vilja inntökupróf, verða að vera undir það búnir að sýna á leiksviði tvo leik- þætti eða „senur", svo sem 5 mínútna langa, og einnig þurfa þeir að flytja af sviði eitt ljóð, utanaðlært. — Nemendur þurfa að vera 17 ára að aldri, og um undirbúningsmenntun er það að segja, að æskilegt cr landspróf eða menntaskóla- nám, gagnfræðapróf eða miðskólapróf koma þó til greina. Árlegt skólagjald er kr. 5000,00, og skólastjóri leiklistarskól- ans er þjóðleikhússtjóri, Guðlaugur Rósin- krans. — Um atvinnuhorfur nýbakaðra leikara er ekki gott að segja, nokkuð er stéttin fjölmenn orðin, en á hinn bóginn virðist aðsókn að leikhúsum höfuðstaðar- ins góð nú, þegar þetta er skrifað, en við slíkt blómstrar leiklistin og færir væntanlega eitthvað út kvíarnar. — Fast- ráðnir leikarar við Þjóðleikhúsið eru í 18.—25. launaflokki opinberra starfs- manna. E. G. 55

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.