Æskan

Årgang

Æskan - 01.01.1971, Side 56

Æskan - 01.01.1971, Side 56
Gleðilegt nýár og þökk fyrir árið, sem var að líða. Flestum verður sennilega ár- ið 1970 minnisstætt sem ár slysa og nátt- úruhamfara. En það á einnig sínar björtu hliðar. Það verður t. d. skráð sem farsælt ár í íslenzkri íþróttasögu. Glæsileg íþrótta- hátíð Isf sannaði getu og áhuga æsku landsins fyrir (þróttum. Þátttakendur í þessari íþróttahátíð voru næstum því eins margir og á Ólympíuleikunum í Róm fyrir 10 árum. íslenzkir íþróttamenn stóðu sig vel I keppni við aðrar þjóðir. Þeir urðu Norður- landameistarar í einni grein, sigruðu ýms- ar þjóðir I landskeppni, í handknattleik, körfuknattleik, knattspyrnu, sundi og á skíðum. Frjálsíþróttamenn stóðu sig mjög vel í keppni á Norðurlöndum, og sett voru 83 íslandsmet í þeirri grein. ísland á einnig skákmenn og bridgespilara á heims- mælikvarða. Mörg verkefni bíða íslenzka íþróttafólks- ins á þessu ári, og við skulum vona, að það standi sig ennþá betur. Sjálfsagt fylgjast mörg ykkar vel með íþróttum. Ég læt þessum þætti fylgja 10 spurningar, sem þið ættuð að geta ráðið vel við. Þið sendið svörin fyrir 20. febrúar merkt Íþróttasíða Æskunnar, pósthólf 14, Reykjavik. Þrenn bókaverðlaun verða veitt fyrir réttar lausnir. Þá fáið þið einnig tækifæri til að kjósa ÍÞRÓTTAMANN ÁRSINS 1970. Sendið íþróttasíðunni nafn þess íþrótta- manns eða konu, sem þið álítið að hafi staðið sig bezt á árinu eða tekið mestum framförum. íþróttasamband íslands ætlar á þessu ári að hefja mkila herferð fyrir almennri líkamsrækt og útivist. Karlinn, sem þið sjáið hér á síðunni, verður tákn þessarar starfsemi, og á hann að minna ykkur á hollustu þess að stunda íþróttir og njóta útivistar. Þið fáið síðar að heyra meira um þessa nýju starfsemi ÍSl. Ungt afreksfólk Badminton er tiltölulega ung íþrótta- grein hér á landi. Mun hafa flutzt til landsins í kringum 1939. íslandsmót fór fyrst fram árið 1949. I byrjun voru iðk- endur fremur fáir og stóð það í nokkur ár, en á seinni árum hefur íþróttin breiðzt mjög út, bæði í Reykjavík og úti á landi, og stór hópur unglinga leggur nú stund á þessa skemmtilegu íþrótt. Af keppendum utan af landi, sem mætt hafa til leiks á mótum, hafa hópar frá Siglufirði vakið athygli. Á þetta sérstak- lega við um keppni í unglingaflokki, þar sem þeir hafa unnið meiri hluta verð- launa. Einn efnilegasti yngri leikmanna þeirra, og jafnframt sá efnilegasti á landinu, er sá, sem við birtum hér mynd af, Þórður Björnsson. Hann er aðeina 12 ára, en það er einmitt þýðingarmikið atriði í þess- ari íþróttagrein að byrja dngur æfingar. 1. í hvaða íþróttagrein urðu íslenzkir unglingar Norðurlandameistarar 1970? 2. Hver urðu úrslit landsleiks Islend- inga og Norðmanna i knattspyrnu s.l. sumar? 3. Hvar fór Skíðamót Islands fram 1970? 4. Islenzkur frjálsíþróttamaður vann það frábæra afrek á árinu að kasta kringlu 60.06 m. Hvað heitir hann? 5. Hvaða þjóð sigruðu íslendingar í sundi á Íþróttahátíð ÍSl 1970? 6. Islendingar léku 2 landsleiki við Skota í körfuknattleik á íþróttahátíðinni. Hverjir sigruðu? 7. Tvö félög með sama nafni leika í 2. deild íslandsmótsins ( knattspyrnu næsta sumar. Hvað heita þau? 8. Ung stúlka úr Ármanni, sem var þátt- takandi í fyrstu Þriþraut FRl og Æsk- unnar, setti íslandsmet i hástökki á árinu, stökk 1.56 m. Hvað heitir þessi efnilega stúlka? 9. Islendingar tóku þátt I heimsmeist- arakeppni í handknattleik í byrjun ársins. Hvar urðu þeir í röðinni? 56

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.