Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.01.1971, Qupperneq 60

Æskan - 01.01.1971, Qupperneq 60
SPURNINGAR OG SVÖR RAUfll KROSSINN Kæra Æska. 1 febrúar s.l. var haldin sérstök vika til að kynna Rauða krossinn. Þessi kynning fór víst mest fram i dag- blöðunum í Reykjavik, og þess vegna fór þessi fræðsla fram hjá flestum börnum og unglingum, og litið varð maður var við þessa viku í þeim skóla, sem ég stunda nám í. Ég held, að Æskan ætti að fræða okkur um þennan góða alheimsfélagsskap, svo sem um upphaf hans, og störf hans hér á landi. Páiína. SVAR: Ein af grimmilegustu orustum, sem mannkynssagan getur um, var háð við Solferino árið 1859. Þar háðu orustu her- sveitir Austurrikismanna við iið Sardiniu- manna, ltala og bandamanna þeirra, Frakka. Um 300 þúsund hermenn tóku þátt i orustu þessari og um 40 þúsund manns lágu í valnum. Kvöldið eftir þessa miklu orustu kom ungur maður til Sol- ferino. Hófst hann þegar lianda við að liðsinna sjúkum og særðum mönnum og á næstu 3 dögum hjálpaði hann og aðstoð- armenn hans hv'orki meira né minna en 1000 særðum hermönnum. Ekki var gerð- ur greinarmunur á vini eða óvini og þeg- ar menn höfðu orð á þessu við hinn unga mann svaraði hann aðeins: „Við erum all- ir bræður." Þessi ungi maður, er liér um ræðir, var vellauðugur kaupmaður frá Genf, Jean Henri Dunant að nafni, og ]>egar hann kom aftur heim til Genfar tók hann að starfa af kappi að hugsjón sinni: Stofnun aljjjóðlegs félagsskapar til hjálpar særð- um liermönnum. Þann 17. febrúar 1803 var sv'o stofnað félag, er nefndist: „Fasta al- þjóðanefndin til aðstoðar særðum lier- mönnum". Sama ár ákváðu stofnendur þessa félagsskapar að kalia saman al- þjóðaráðstefnu til þess að bæta úr skorti á læknisþjónustu við heri á vígvöllum. Hófst liún 26. okt. 1863 með þátttöku frá 16 löndum. Næsta ráðstefna um málið var haldin 8. ágúst 1864 og var þá undirritað „Samkomulag um aðstoð við særða menn á vigvelli". Samband ailra ianda var stofn- að 1919. Síðan hafa félög Rauða kross- ins víðsvegar um heim rekið margs konar mannúðarstarfsemi, en það sem mesta athygli hefur vakið, eru hinar mörgu og miklu fjársafnanir til hjálpar þeim, sem liafa orðið hart úti vegna náttúru- liamfara, hungurs og sjúkdóma. Hafa margir lagt liönd á plóginn til þess að unnt væri að uppfylla hinar sjö grunvall- arreglur Rauða krossins, sem eru: Mann- úð, réttsýni, lilutleysi, sjálfstæði, sjálf- boðin þjónusta, eindrægni, alheimsstefna. Það var ekki fyrr en 1924, sem Rauði kross fslands var stofnaður. Fyrsti for- maður var Sveinn Björnsson, síðar for- seti. Rauði kross íslands hóf starf sitt með því að ráða í þjónustu sína lærða hjúkrunarkonu, er ferðaðist um iandið og liélt hjúkrunarnámskeið. Fyrsta sjúkra- bifreiðin var tekin i notkun árið 1926. A siðustu árum styrjaldarinnar hófst i stór- um stíl brottflutningur barna til sumar- dvaiar í sveitum. Rak Rauði krossinn sum- arbúðir víða um land, bæði í skólum og á sveitaheimilum og ioks einnig i hinu stóra barnaheimili, sem Rauði krossinn reisti i Laugarási i Biskupstungum. Fyrsta söfn- unin, sem Rauði kross íslands stóð fyrir, var söfnun fyrir nauðstatt fólk á jarð- skjálftasvæðunum i Chile. Síðan hafa ver- ið haldnar fjölmargar safnanir fyrir bág- statt fóik, bæði innanlands og utan. Um síðustu áramót sendi Rauði kross íslands út almanak, sem á að minna ís- lendinga á starf samtakanna, mikilvægi samhjálpar jarðarbúa og ábyrgð okkar allra á velferð þeirra meðbræðra, sem við bág lífskjör búa eða verða fyrir áföllum. Hjálpið Rauða krossinum að hjálpa öðr- um. S V O R Svar til D.: Það liefur nú komið eitthvað um ]>ennan leikara og söngvara ekki alls fyrir löngu í Æskunni. — Leik- iistarskóli Þjóðleikhússins er líklega sá eini i þessari grein, sem starfandi er hér i Rvík i vetur. Vertu óhrædd við að skrifa til skrifstofu Þjóðleik- hússins eftir upplýsingum. — Jú, þú mátt vissulega panta bækur frá Æskunni, þótt þú sért ekki áskrifandi blaðsins, enda er bróðir þinn kaupandi. Svar til Ernu: Það þarf landspróf eða gott gagnfræða- próf. Námið er 2 ár i bóklegu og 2 i verklegu. Svar til Þ. Á., Kóp.: Jú, þetta sá ég einnig eitt sinn í mínu fiskakeri og liélt það vera hrogn, en ekki fjölgaði fisk- unum þó neitt. Þær kúlur voru þó miklu minni en þær, sem þú segir vera i þinu búri. Nei, ég veit ekki, livað þetta getur ver- ið. Svar til Jóns Inga: Jú, það eru nú faldar myndir annað slagið hér í blaðinu, og e. t. v. kemur einlivern tíma stjörnu- spáin, það getur oft verið gam- an að henni. Svar til „Svans“: Eitt skáld fær Nóbelsverðlaun fyrir rit- verk á ári hverju, en að dæma um það, hver sé mesta eða frægasta skáld heimsins, cr ekki á nokkurs manns færi. Svar til Hugrúnar: Klofið hár gæti stafað af þvi, að þú notar „sjampó“ með sulfo eða handsápu. Bezt er að nota sjampo með „lanolin“. Gott er líka að þvo hárið upp úr eggja- rauðu. Notaðu ekki kúreka- liatt eða aðrar þéttar húfur. Svar til Helgu: Frægastur mun Jules Verne fyrir sögu sina „Umhverfis jörðina á 80 dögum". Sú saga hefur verið þýdd á fjölda tungumála og kvikmynduð nokkrum sinnum. Verne er fæddur 1828 og lézt 1905. Við athugum þetta með kynjafílinn. — Þakka þér fyrir gott bréf. Svar til Rögnu: Já, það er rétt hjá þér, það getur verið hættulegt fyrir liárið, ef það er bundið i tagl (eða stert). Sé það gert lengi, geta mynd- azt óeðlilega stór kollvik. Einnig þurfið þið, sem látið hárið faila niður um herðarn- ar frjálst og óhindrað, að klippa örlítið neðan af því við og við, annárs vill stundum bera á klofningi í hárinu. Um þetta er einnig í svari til Hug- rúnar. Svar til Sandý: Um þetta skaltu tala við lækni þinn. Við þorum ekki að ráðleggja neitt, en áð réttu lagi ættir þú að vera u. þ. b. 52 kg. Svar til Margrétar: Um flug- freyjustarfið hefur verið skrif- að í þættinum „Hvað viltu verða?" 60
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.