Æskan

Årgang

Æskan - 01.01.1971, Side 62

Æskan - 01.01.1971, Side 62
HEIMIUSBÓK ÆSKUNNAR Strokjárn. Flest öll strokjárn, sem nú eru á markaðinum, eru með hitastilli. Þau hætta því að hita sig sjálf með vissu millibili, þótt þau séu ónotuð klukkustundum saman. Þessu megið þið samt ekki treysta. Takið járnið alltaf úr sambandi, um leið og þið eruð búin að nota það. Gætið þess, að snúran lafi ekki niður, svo að börn nái til hennar. Þótt undirlagið á brettinu sé úr eld- traustu efni, getur stoppið brunnið, sé járnið skilið eftir í sam- bandi, og valdið miklum reyk. Og allir vita framhaldið! Rafmagnsofnar. Þótt rafmagnsofnar, sem meðfylgjandi mynd sýn- ir, séu ekki mikið notaðir, er þó dálítið um þá. Á þessum ofnum eru það rauðglóandi vírar, sem gefa hitann. Það er freistandi að þurrka við þá þlautar flíkur á regndegi, en það getur verið hættu- legt. Ef flíkin snertir ofninn, kviknar [ henni. Vindlingaaska. Það er sjálfsögð regla að losa öskubakka að lok- inni gestakomu. En það má ekki láta þurra öskuna ( pappakassa, eins og sést á myndinni, því að það getur leynzt neisti í einum stubþi, án þess að við tökum eftir því. Gegnbleytið öskuna í málm- eða gleriláti. Munið, að einn neisti getur kveikt í heilu húsi. Lítil gastæki. Þau eru þægileg og gott að sjóða á þeim í ferða- lögum. En þau vilja velta um koll, ef grindin er ekki höfð undir þeim. Fylgizt vel með þessum tækjum, og sé þröngt í tjaldinu, er öruggara að elda úti en að eiga á hættu, að tækið velti um. /■ V. HBM\USBÖK ÆSKUNNAR Heit feiti og síminn. Dyrabjallan og síminn geta hringt á hvaða tíma sem er. Það er góður siður að líta á eldavélina, áður en svarað er. Sé feiti [ potti eða á pönnu á heitri plötu, er rétt að láta lokið yfir og draga ílátið af plötunni. ATH. Það getur aðeins tekið 10 mínútur frá því að feiti bráðnar, þangað til kviknar í henni á sterkri plötu. Farið aldrei úr eld- húsinu frá heitri feiti á plötu. Sólskin — stækkunargler — kristallskúla. Látið ekki kristallskúlu eða stækkunargler liggja í glugga, þar sem sólin skín. Geislar sólarinnar brotna, þegar þeir falla á glerið. Hitinn verður marg- falt meiri í brennipunktinum og getur valdið íkveikju á glugga- tjöldunum. Raftenglar. Raftenglar geta verið hættulegir, þar sem Iftil börn eru. Ef þau, eins og sýnt er á myndinni, stinga prjónum eða öðrum málmhlutum í götin, getur það orsakað raflost. Skiljið aldrei snúruna af hraðsuðukatlinum eftir í sambandi, þegar ketillinn hefur verið tekinn frá. Börn geta stungið enda- stykkinu upp í sig með hættulegum afleiðingum. Gljáfægð gólf. Bónuð gólf geta verið falleg, en þau geta líka verið hættuleg. Bónið aldrei undir mottum. Bónið eldhúsgólfið með varúð. Ef fita eða annað, sem sést illa á gólfinu, hellist á það, án þess að við tökum eftir því, getur gólfið orðið glerhált. Skammelið, sem sést hér á myndinni, er ekki heppilegt til þess- ara nota. Betra er að hafa stöðuga tröppu, helzt með gúmtöppum að neðan, sérstaklega ef gólfið er bónað. r\i vo

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.