Æskan - 01.01.1971, Qupperneq 64
The Doors: F. ofan Robbie
Krieger og Jim Morrison. F.
neðan John Densmore og Ray
Manzarek.
Utanáskrift:
C/o Elektra Corporation,
1855 Broadway,
New York, N. Y., USA.
Dorthe
(Dorthe Larsen-Koilo) er
fædd í Kaupmannahöfn 17.
jan. 1947, en ólst upp í Árós-
um. Faðir hennar var stjórn-
andi borgarsinfóníuhljómsveit-
arinnar. Átta ára að aldri vakti
hún fyrst athygli á sér, 10 ára
kom hún fyrst fram í sjón-
varpi og 12 ára lék hún í sinni
fyrstu kvikmynd. í Danmörku
komust margar plötur hennar
á metsölulistann og brátt varð
hún mjög vinsæl í Þýzkalandi.
í næstum óslitinni röð met-
söluplatna þar eru m. a. lög
eins og Junger Mann mit rot-
en Rosen og Wárst du doch
in Dússeldorf geblieben. Dorthe
var gift söngvaranum René
Kollo, en þau eru nýiega skil-
in. Þau eignuðust eina dóttur,
sem heitir Olivia.
Utanáskrift:
C/o Phonogram 2
Hamburg 1,
Mönckebergstr. 7,
Deutschland.
Sir Douglas Quintet
í apríl 1965 kom út þeirra
fyrsta metsöluplata með lag-
inu She’s about a Mover. 1966
um vorið fluttist hljómsveit-
in til Kaliforníu, var um tima
9 manna hljómsveit, og náði
1969 líka vinsældum i Evrópu
með metsöluplötunni Mendo-
cino. Þeir eru allir frá San
Antonio i Texas. Söngvari og
gitarleikari er Doug Sahm (f.
6. nóvember 1941), saxófónleik-
ari Frank Morin (fæddur 13.
ágúst 1942) og trommuleikari
John Perez (fæddur 8. nóv.
1942), þeir voru allir i hinni
upprunalegu hljómsveit. Org-
anleikarinn Augie Meyer (f.
30. mai 1940) og bassaleikar-
inn Harvey Kagan (fæddur 18.
apríl 1946) bættust við árið
1969.
Utanáskrift:
C/o Smash Records,
35 East Wacker Drive,
Chicago, Illinois, USA.
POP-HE\W\URVUU
Sir Douglas Quintet: Standandi Doug Sahm, krjúpandi frá v.
Augie Meyer, John Perez, Harvey Kagan og Francisco Morin.
meðal margra laga, sem kom-
ust á vinsældalistann.
Utanáskrift:
C/o Jacques Wolfsohn,
Rue d’Hauteville, Paris 10,
France.
Bob Dylan
(Bob Zimmerman, fæddur 24.
maí 1941 í Duluth, Minnesota)
er mikill aðdáandi skáldsins
Dylan Thomas. Hann eyddi
bernskuárum sinum i náma-
borginni Hibbing i Minnesota.
Sögurnar af flakkaralífi þvi,
sem hann lifði sem unglingur
voru aðeins húgarfóstur aug-
lýsingamanns eins. 1960 heim-
sótti Bob átrúnaðargoð sitt i
New York, þjóðlagasöngvarann
Woody Guthrie, sem þá var
helsjúkur. Bob vann þá í kaffi-
húsum í listamannahverfinu
Jacques Dutronc
er fæddur 23. april 1943 í París.
Hann var aðstoðarmaður
plötuframleiðanda, útsetti og
samdi lög fyrir stjörnur eins
og Francoise Hardy og lék á
gitar fyrir Johnny Halliday og
Eddy Mitchell áður en hann
varð ein af popstjörnum
Frakklands i lok ársins 1966.
Et moi, et moi, et moi, Mini-
Mini-Mini, J’aime les Filles eru
Jacques Dutronc.
O