Æskan - 01.10.1974, Page 4
skan er nú orðin 75 ára. Með þakk-
læti og virðingu minnumstvið fyrsta
ritstjóra Æskunnar, Sigurðar Júl. Jóhannessonar.
Þessi maður sýndi stórhug og fyrirhyggju og ein-
lægan vilja til þess að gefa börnum íslands þeirra
eigið þlað.
Hann lagði grundvöllinn með Stórstúku ís-
lands að útgáfu Æskunnar og þá um leið að því
starfi, sem blaðið hefur unnið í þessi 75 ár.
Á þessum merku tímamótum í sögu Æskunnar,
víðlesnasta barna- og unglingablaðs landsins,
sem prentað er nú í 18 þúsund eintökum, fjölgar
lesendum þess um þúsundir á hverju ári.
íslensk æska verður að gera ÆSKUNA að
stærsta blaði landsins á þessu 75 ára afmæli.
Með þá hugsun að leiðarljósi og alkunn stefnu-
mið blaðsins hefur velgengni þess aukist jafnt
og þétt. Er þetta hin besta sönnun þess, að
Æskan er á réttri leið í þjónustu við börn °9
unglinga í dag. Við munum á komandi árum
halda áfram á þeirri braut, sem við höfum gengið
þessi 75 ár, og vonum að vaxandi vinsaeldir
blaðsins geri okkur kleift að auka það og baeta
á komandi árum, og að það hafi í framtíðinm
forystu í því verðuga verkefni að leiðbeina aesku
íslands um bindindi og allt það, sem getur orðið
íslenskri æsku til þlessunar.
Það sem við stefnum nú að er, að blaðið okkar
verði í framtíðinni stærra og fjölbreyttara blað>
og því takmarki getum við náð, ef tekst að fjöið3
áskrifendum þlaðsins upp í 20 þúsund.
Ef hvert barnaheimili á þessu landi gerð'st
kaupandi að Æskunni, þá væri takmarkinu náð-
Og nú á þessu ári verðum við að ná því takmark'-
Kiörorðið er: ÆSKAN FYRIR ÆSKUIMA
• ’ _
2