Æskan

Årgang

Æskan - 01.10.1974, Side 8

Æskan - 01.10.1974, Side 8
Sigurður Júl. Jóhannesson Þættir úr starfssögu læknis Fyrsti sjúklingurinn Þegar ég hafði lokið læknisprófi, leigði ég litla starfsstofu, lét mála nafn- ið mitt á gluggann og beið þess, að sjúklingarnir streymdu inn. Þetta var í Chicago, og þar var nóg af fólki. Ég byrjaði þarna á mánudagsmorgni og beið dag eftir dag, — en enginn kom. En á sunnudagsmorguninn bráð- snemma vaknaði ég við, að lamið var á hurðina á svefnherberginu okkar. Ég flýtti mér á fætur og lauk upp. Við dyrnar stóð lítil stúlka, á að giska 10— 12 ára. Hún var grátandi og bað mig að koma fljótt og hjálpa pabba sínum. Ég klæddi mig ( snatri og fór með litlu stúlkunni. Þegar við vorum komin spölkorn áleiðis, spurði ég hana, hvort pabbi hennar hefði verið lengi veikur. ,,Nei,“ svaraði hún. „Mamma og pabbi voru að rffast og mamma tók kaffikönn- una, sem var á stónni full af sjóðandi heitu kaffi, og hellti því yfir hann pabba, þar sem hann lá í rúminu.--------En hr. doktor, þú mátt ekki segja, að ég sagði þetta, því að þá verð ég barin.“ Ég tók hönd litlu stúlkunnar og þrýsti hana, svo að hún hlaut að skilja, að ég mundi ekki koma henni í nokkra klipu. „Rífast þau, mamma þin og pabbi?" spurði ég. „Já, ósköp oft,“ svaraði hún og fór aftur að gráta. Svo gengum við steinþegjandi stund- arkorn, þangað til hún sagði: „Þetta er húsið okkar," og benti mér á gamlan húsræfil. Svo leiddi hún mig upp tvo stiga og upp á hanabjálkaloft. Þar sátu maður og kona, og var eins langt á milli þeirra og kostur var: konan á stólræfli langt úti í horni, en maðurinn á rúm- stokknum, og engdist hann allur sund- ur og saman af kvölum. Bringan var öll skaðbrennd niður á hol og kaffikorgur- inn grafinn inn í holdið. Ég sendi tafarlaust eftir sjúkravagni og fór með manninn á spítala. Þetta var auðsjáanlega bláfátækt fólk, sem ekkert gat borgað. — Maðurinn var fyrsti sjúklingurinn minn. II. Hrossalækning Ég hélst við á sama stað í Chicago í 3—4 mánuði, en fékk sama sem ekk- ert að gera. Ég flutti því norður til Kanada og settist að í hinum svonefndu Vatnabyggðum. Þangað flykktist um það leyti íslenskt fólk úr öllum áttum, og þar var nóg að gera. Þeir, sem lækningar stunda í ný- byggðum héruðum, eru oft kallaðir til að gera fleira en að sinna veiku fólki. Hér er eitt dæmi þess: Þegar ég var nýkominn í Vatnabyggð- irnar, var ég sóttur til þess að sjá gaml- an mann, sem lengi hafði verið veikur. Þegar ég hafði skoðað hann og gefi^ þau ráð, sem ég vissi best, sagði hús- bóndinn, sem var sonur gamla manns- ins: „Þú ert nú ekki laus allra mála ennþá. Ég hef annan sjúkling, sem ég þarf að biðja þig að skoða.“ Því næst fór hann með mig út í hest- hús, benti mér á tryppi, sem lá þar einum básnum grafkyrrt og stundi þung- an. „Þetta er nú hinn sjúklingurinn,' sagði bóndi. „Ég get ekkert átt við skepnur," sagð| ég, „hef aldrei lært neitt þess háttar. „Er ekki bygging þessara skepna býsna lík okkar eigin byggingu?" sagði hann. „Ég veit það ekki,“ sagði ég, »é9 hef ekkert lært um byggingu dýranna. „Hvað viidir þú ráða mér til að gera eða reyna við tryppið?" spurði hann- „Skepnan sýnist vera fjarska veik, svaraði ég. „Og ég held, að skynsam- legast væri að skjóta hana tafarlaust heldur en að láta hana kveljast lengur-^ „Ekkert annað, sem mætti reyna? spurði húsbóndinn og var orðinn dá- lítið óþolinmóður. „Ekkert, sem mér getur dottið í hug, svaraði ég. „Ég skal segja þér, hvernig á stend' ur,“ sagði hann þá. „Móðir þessa tryPP' is týndist í haust sem leið og folaldio með henni. Þau fundust ekki allan vet- urinn. En núna fyrir fáum dögum kemur 6
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.