Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1974, Síða 9

Æskan - 01.10.1974, Síða 9
hryssan rakleiðis heim, og folaldið, sem nú var orðið hálfvaxið trlppl, staulast með henni dauðveikt. Ég skal sýna þér, hvernig trippið er á sig komið.“ Hann lyfti upp taglinu á trippinu, og sást þá, að endaþarmurinn var útbyrðis. Þetta stafaði að líkindum af langvar- andi þrýstingi sökum hægðaleysis. En Það, sem út úr stóð, hafði frosið og rotnað síða'n, þegar það þiðnaði. Trlpp- ið virtist vera svo veikt, að það gæti ekki lifað lengi. „Blessaður skjóttu skepnuna undir- eins,“ sagði ég. Þá stóð á fætur tengdabróðir bónd- ans, sem setið hafði þegjandi og hlust- að á okkur. Hann hét Ingimundur Ei- ríksson og var bróðir Ólafs Eiríkssonar söðlasmiðs í Reykjavík. Var hann djúp- vitur maður og fékkst talsvert við dýra- lækningar. „Eg er þér ekki samdóma," sagði hann og beindi orðum sínum að mér. „Þessi hryssa er merkileg og einkenni- leg skepna. Hún er af úrvalsættum langt aftur og tryppið eins í báðar ættir. Ef Það litir, verður það mikils virði. En svo er annað: Þessar skepnur, sem lifa °9 alast upp með okkur mannfólkinu, eins og t. d. hestar og hundar, eru á sína vísu alveg eins skynsamar og við og alveg eins tilfinningaríkar. Þessi hryssa kom ekki heim í allan vetur, heldur hafð- ist við með folaldið sitt úti í skógum °9 leið þar vel. Svo veiktist barnið henn- ar; hún gerir sér grein fyrir þvi, að eitt- hvað þurfi að reyna. Hún hugsar til mannanna, fer heim til þeirra og treystir Því, að þeir séu ekki eins ráðalausir og Þún sjálf. Hún kemur blátt áfram til þess að leita veiku barni sínu lækninga." Svo horfði hann beint framan I mig og Þélt áfram: „Hvað mundir þú gera, ef Þetta væri mannsbarn og móðir þess?“ Ég þagði um stund, vissi ekki, hvað é9 átti að segja. „Ef mögulegt væri,“ sagði ég loksins, „mundi ég reyna að koma barninu á spítala, þar mætti að minnsta kosti reyna eitthvað.“ „Já," sagði Ingimundur, „en nú væri Það ómögulegt eins og hér stendur á. °9 hvað þá? Mundir þú láta barnið deyja án þess að reyna eitthvað?" „Ég mundi ef til vill reyna að toga endaþarminn lengra út, skera eða klippa Þod þas, Sem dautt væri og sjúkt og sauma síðan saman eins vel og ég 9æti.“ „En hvers vegna ekki að reyna Petta við trippið?" spurði hann. Og ann hélt röksemdum sínum áfram, þangað tll ég svæfði trlppið og gerði þetta. Ingimundur hjálpaði til og gerði allt, sem ég sagði honum, æðrulaust og rólega. Hann hefði sannarlega átt að vera læknir. Auðvitað datt mér ekki í hug, að þetta kæmi að nokkrum notum, bjóst ekki við öðru en að „sjúklingurinn" yrði lát- inn næsta morgun. — En ég man það alltaf, hve viðkvæmt og vonríkt hryssan — móðir trippisins — hneggjaði, þegar ég kom upp í básinn hennar eftir viður- eignina við trippið. Hver veit nema Ingimundur hafi haft rétt fyrir sér, þeg- ar hann gat þess til, að móðirin hefði komið með barnið sitt í þeirri von, að því yrði bjargað. Trippið hresstist og lifði. Þegar ég vissi seinast til, var það fullorðinn og hraustur hestur. III. Kaþólski presturinn Það var á dimmu haustkveldi um klukkan ellefu, að ég fékk boð um að koma til fólks, sem átti heima í tuttugu milna fjarlægð. Það fylgdi boðunum, að kona væri að ala barn og hefði þegar verið veik lengi; var ég því beðinn að hraða mér eins og mögulegt væri. Ég bjó mig i snatri og lagði af stað í bifreið. Allt gekk vel, þangað til ég var kominn tólf milur að heiman. Þá lágu götuslóðir í allar áttir, en ekkert sást, sem kallast gæti vegur. Ég vissi ekki, hver villigatan væri sú, sem velja skyldi. Byggðin, sem ég var að fara yfir, heit- ir Aberville og er — eða var — heim- kynni frakkneskra kynblendinga. Ég sá Ijós skína gegnum myrkrið. Það sýndist vera uppi á hæð og ekki langt í burtu. Ég afréð að fara þangað og spyrja til vegar. En þangað var lengra en sýnst hafði. Ég þorði ekki annað en aka hægt og gætilega. Loks- ins kom ég að húsinu, gekk þangað heim og drap á dyr. Dyrnar voru tafar- laust opnaðar og út kom tígulegur mið- aldra maður, sérlega vingjarnlegur. Ég bað hann að segja mér til vegar, eftir að ég hafði sagt, hver ég var, hvert ég ætlaði og í hvaða erindum. „Blessaður vertu,“ sagði maðurinn, „þangað er ekki nokkrum lifandi manni mögulegt að rata nema hann sé nauða- kunnugur. Komdu inn í Ijósið og hlýj- una, á meðan ég klæði mig, ég skal koma með þér, ég þekki þetta fólk.“ Maðurinn hafði komið út I dyrnar klæðlaus nema í náttkjólnum, og var honum nú auðsjáanlega farið að kólna. Hann vafði náttkjólnum þéttar að sér, tók I hurðarhölduna, eins og til þess að hraða mér inn, lét aftur og lelddi mig inn t bjart og hlýtt herbergi. „Ég skal flýta mér,“ sagði hann. „Þú getur litið í blað eða skruddu, á meðan ég klæði mig.“ Svo fór hann inn í ann- að herbergi. Ég fór að líta I kringum mig. Ég sá, að þetta var lítið bjálkahús, og leit út fyrir, að maðurinn væri einbúi. Samt var þessi snotri og snyrtilegi bjálkakofi eink- ar hreinn og vel um genginn. Við einn vegginn var bókaskápur stór og mikill, fullur af alls konar bókum, enskum og frönskum, og fjöldinn allur af blöðum og tímaritum. Ég hafði ekki langan tíma til athug- unar, því að maðurinn var undur fljótur að klæða sig, kom inn og sagði: „Þá er best að leggja af stað. Vegurinn er sein- farinn.“ Síðan var haldið af stað. Þótt ég stæði aðeins stutta stund við I þessu húsi, skoðaði ég bækurnar og blöðin nógu vel til þess að sjá, að þær voru eign manns, sem var vel að sér og skólagenginn. Þar var fjöldinn allur af guðfræði- og lækningabókum. Þegar við vorum tilbúnir, réð hann ferðinni, — bæði áttinni og hraðanum. Vegurinn var afskaplegur, en hann þekkti hvern krók og hverja keldu, hvern stein og hvern trjástofn og sagði svo vel til vegar, að hvergi urðu tafir. Á leiðinni sagði hann mér, hver hann var: Þetta hérað var byggt frakkneskum kynblendingum, eins og áður er sagt, og hann var kaþólski presturinn, sem „þjónaði" þeim, eins og það er kallað. Þar var alltaf skipt um presta öðru hverju. Þessi prestur hét De Rocher (faðir De Rocher) og hafði þjónað þarna nokkuð lengi. Loksins sáum við Ijós framundan: „Þarna er nú áfangastaðurinn," sagði presturinn. Við ókum heim að dyrunum, og þær voru opnar. Lítil stúlka stóð þar og hélt hurðinni opinni. „Guð blessi þig, faðir,“ sagði hún. „Komst þú með lækn- inn? Mamma er ósköp veik.“ Við gengum inn. Húsakynnin voru þriggja herbergja bjálkakofi, gamall og hrörlegur. Leirinn, sem klesst hafði ver- ið á milli bjálkanna, var víða sprunginn og stykki fallin úr, en papplr troðið f rifurnar og götin. Eiginlega voru her- bergin ekki nema tvö, en partur af öðru þeirra var tjaldaður af og notaður sem svefnherbergi handa hjónunum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.