Æskan

Volume

Æskan - 01.10.1974, Page 25

Æskan - 01.10.1974, Page 25
Afmæliskveðja Ólafur Haukur Árnason. jóðsögur og goðsagnlr veita oft gleggrl vitneskju um hugarheim þjóða, þrár fólks og drauma, en hin nákvæmustu sagnfræðirit. Sögnin um Iðunni, sem „varð- veitir i eski sínu epli þau, er goðin skulu á bíta, þá er þau eldast, og verða þá allir ungir," er kunn úr ritum Snorra Sturlusonar. ( þeirri sögn krystallast draumurinn um ódáins- landið, hið eilífa vor, hina heilu gleði. Oss mönnum er markað skeið. Engin eru þau epii, sem vér megum neyta, svo að æska vor trelnist lengur en ör- skotsstund. Svo er og með flest verk okkar. Hvað hefur sinn tíma, og aldursmörkin leyna sér yfirleitt ekki. Ein er þó sú stofnun íslensk, sem varðveitt hefur æsku sina og lifsgleði i þrjá aldarfjórðunga. Það er barnabiaðið Æskan. Á 75 ára afmæiinu er hún jafnvel enn unglegri og frisklegri en nokkru sinni fyrr. Einhver spyr ef til vill, hvers vegna þessu biaði sé léð sú gáfa að vera sfungt, þótt ár líði. Svarið er ekki langsótt: Æskan er helguð því fólki, sem á í barmi sér vorið og vonina, i auga sér brosið, í hendi sinni gæfuhnoðað. Hún er málgagn trúarinnar, vonarinnar °g kærleikans, sem við höfum fyrirheit um, að aidrei falli úr gildi. Og Æskan hefur frá upphafi verið málgagn 6annleikans. Hún hefur sýknt og heilagt varað lesendur sína við hættum þeim, sem af eiturnautnum stafa. Skjöldur hennar er hreinn, því að fornkveðið er, að eigi veldur sá, er varar annan. Á vorrl tíð hræðast menn mengun náttúrunnar, dauðrar og lifandi, af völdum margs konar eiturefna. Þó heimska sum blöð sig á að halda þvf fram, að mengun mannslíkam- ans með eitri sé skaðlítil og jafnvel heiinæm. Slík blöð munu eldast fljótt og eldast illa. Það má heita kraftaverk, að Góðtemplarareglunni hefur tekizt að gefa út ágætt barnablað svo lengl. Annars staðar á Norðurlöndum koma ekki út jafnmyndarleg blöð sem Æskan. En Reglan á líka góða bandamenn: (slenska æsku og þá djörfu hugsjónamenn, sem fyrir Iftil laun vinna henni af dugnaði og ósérpiægnl. Mér hefur Æskan verið vinur f fjörutíu ár. Fyrir þá iöngu samfylgd þakka ég henni og bið henni blessunar f bráð og lengd, eilífrar æsku. Ólafur Haukur Árnason. Richard Beck. ÞAKKA- og kveðjuhönd yfir hafið Barnablaðið Æskan og ég höfum átt langa samfylgd. ^ún var mér kærkominn lestur á yngri árum mínum heima s aattjörffinni; hún fylgdi mér yfir hafið og hefur verið mér ía,n kærkominn gestur í meira en hálfa öld í Vesturheimi. Mér er það því bæði Ijúft og skylt að senda henni yfir breiða haf hjartanlegar þakkir og kveðjur á 75 ára a,m*li hennar. Hún á sér bæði óvenjulega langa og gagn- merka sögu að baki og nýtur að verðleikum mikilla vin- s®lda, er fastur gestur á þúsundum íslenskra heimila, þar Sem böm og unglingar fagna komu hennar hverju sinni. Hún flytur þeim fjölbreytt og skemmtilegt lesmál, fræð- andi og göfgandi að sama skapi. Hún glæðir þeim í senn ást á fslandi og íslenskum menningarerfðum og mannást á breiðum grundvelli, góðhug til annarra þjóða og landa, í anda Góðtemplarareglunnar, sem stendur að útgáfu henn- ar. Samhliða hinu fjölskrúðuga og holla lesmáli hennar er frágangur hennar hinn prýðilegasti. í fáum orðum sagt er hún, um innihald og ytri búning, öllum þeim, sem þar eiga hlut að máli, til mikils sóma. Heill og heiður sé þeim fyrir hið ágæta og þjóðnýta starf sitt! Megi Barnablaðið Æskan sem allra lengst halda áfram að vera íslenskum æskulýð uppspretta ánægju, fræðslu og hugsjónaástar! Richard Beck.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.