Æskan - 01.10.1974, Side 29
í eftirfarandi bréfi fjallar húsmóðir í Vesturbænum um
Barnablaðið Æskuna:
Dóttir mín var að fá Æskuna. Ég get ekki setið á mér,
é9 þarf endilegá að koma kveðju til útgefenda, þvf það
er langt síðan ég ætlaði að segja þeim, að blaðið þeirra
f®r mjög góðar móttökur hjá börnunum. Nú er Æskan orðin
eift stærsta tímarit í landinu, ég só framan á blaðinu, að
Það er prentað f yfir 18.000 eintökum. Það eitt nægir til
að segja okkur, að Æskan er ekki síður vinsæl en hún var
' mínu ungdæmi.
Ég skrifa þessar fáu línur fyrst og fremst til að þakka
Æskunni alla tryggðina við börnin. Hún hefur unnið mjög
9ott starf í marga áratugi og á það skilið, að foreldrar, sem
aiiir voru einu sinni börn, meti og virði störf hennar áfram
og styðji hana í hvívetna. Hún er að vinna fyrir börnin
okkar á sama hátt og hún vann fyrir okkur áður fyrr, og
starf hennár er engu ómerkara en áður, þótt fleiri láti nú
til sín taka á þessum vettvangi, sem betur fer.
Húsmóðir í Vesturbænum.
Minnist þess, að eftir því sem áskrifendum ÆSKUNNAR
fjölgar, verður blaðiS stærra og fjölbreyttara. Á þessum
merku tímamótum í sögu blaðsins er takmarkið, að ÆSKAN
komist inn á hvert barnaheimili landsins. Hefjumst nú öll
handa og látum nýja áskrifendur streyma til blaSsins. —
Minnumst þess, aS ÆSKAN er stærsta og ódýrasta barna-
og unglingablaS landsins. Sýnið jafnöldrum ykkar þetta
glæsilega blaS og bendiS þeim á aS gerast áskrifendur
strax!
STÆRRA
BhíkB
27