Æskan - 01.10.1974, Blaðsíða 47
okkar?" spurði Svennl. „Þær eru einmitt svo léttar og
hiýjar."
,.Já, ég veit vel, að það er æðardúnn, því að ég fékk
hann sjálfur á æskuheimili mínu og gaf foreldrum ykkar,“
svaraði frændi.
„Nú skil ég, hvers vegna sængin mín er svona létt og
hlý," sagði Sigga.
„Já, ég segi það sama,“ mælti Svenni, „og mér þyklr
líka mjög vænt um að heyra, að dúnninn í sængunum okk-
ar skuli vera frá æskuheimili frænda."
„Það gleður mig ailtaf að geta frætt ykkur um eitthvað,
sem þið vitið ekki mikið um. En ég má til með að segja
ykkur svolítið meira um æðarfuglinn.
Þegar menn gerðu sér grein fyrir, hve æðardúnninn var
dýrmætur, tóku menn að hugsa meira um fuglinn og fylgjast
með honum um varptímann. Kom þá í Ijós, að æðarfuglinn
er í eðli sínu gæflyndur, hefur ríka hneigð tii sambýlis við
aðra fugla af sömu tegund um varptímann og vili gjarna
njóta aðhlynningar og verndar mannsins á meðan varptím-
inn stendur yfir.
Af þessum ástæðum hafa mörg helmili um land allt, þar
sem nokkrar kollur hafa verpt og allvel hagar tll, hlynnt á
markvissan hátt að þeim um varptímann og þannig getað
iaðað fuglinn að og stóraukið varpið, svo að það hefur
gefið töluverðan arð og sums staðar mikinn.
Nú hef ég fyrr sagt ykkur frá mörgum andartegundum,
sem kusu sér dvalarstað á sumrin hjá okkur í Skógum, og
að það var fyrst og fremst vegna kílslns og lónanna, sem
voru svo mikil matarkista fyrir sundfuglana.
Þegar ég man fyrst eftir mér, verptu æðarkollurnar hér
°9 þar um landið á mjög dreifðu svæðl, en hvergi í þéttum
flákum eins og þékkist allvíða. En það mun hafa verið um
líkt ieytl og ég fór að veita lífinu einhverja töluverða at-
hygll, að móðir mín hófst handa um það á skipulegan hátt
a® koma upp æðarvarpi í hólmanum út við lónin. Hefur
hún þá vafalaust heyrt eða lesið einhvers staðar um reynslu
annarra á þessu sviði og langað til að gera tilraun sjálf."
„En hvernig tókst þá þessl tilraun mömmu þinnar, frændi?
^ar hún einhvern umtalsverðan árangur?" spurði Svenni
sPekingslega.
„Já, börnin mín, hún bar f rauninni ágætan árangur. Þær
voru að vísu ekki margar, kollurnar, tvö til þrjú fyrstu árin,
er> eftir það fjölgaði þeim ört, svo að litli hólminn varð
fljótlega alveg þéttsetinn. Og flest árin, meðan ég var
heima, urpu í hólmanum um það bll 200 kollur á hverju
vori. Og eins og þið getið nærri, var það alltaf einstakt
gleðiefni að fá að fara með mömmu út í varphólrnann,
9anga milli hreiðranna, sem voru næstum hlið við hiið,
^,aPpa kollunum, sem margar voru svo gæfar, að þær
hreyfSu sig ekki á hreiðrunum, hlusta á úið í blikunum, sem
syntu tignarlegir í skartklæðum sínum kringum hólmann,
°9 hjálpa mömmu eftir því sem hún óskaði."
„En á hvern hátt hjálpuðuð þið henni, frændi?" spurði
Slgga.
„Já, og hvað þurfti að gera til að koma varpinu af stað
°9 halda því við?“ spurði Svenni.
„Þetta er skynsamiega spurt, börnin mín,“ sagði frændl,
„°g nú skai ég svara því með nokkrum orðum.
Undirbúningsstarfið á hverju vori, eftir að ég fékk að
Vera með, var fólgið í því að laga vel til í hólmanum,
STÆRRA
BLAÐ
Minnist þess, að eftir því sem áskrifendum
ÆSKUNNAR fjölgar verður blaðið stærra og fjöl-
breyttara. Á þessu merkisári í sögu blaðsins er
takmarkið, að ÆSKAN komist inn á hvert barna-
heimili landsins. Minnumst þess, að ÆSKAN er
stærsta barna- og unglingablað landsins. Sýnið
jafnöldrum ykkar þetta glæsilega blað og bendið
þeim á að gerast áskrifendur strax.
hreinsa til í gömlu hreiðrunum, búa til ný hreiður með þvf
að grafa ofurlitiar lautir allvíða og fóðra þær innan með
angandi heyi, sem komlð var með að heiman, svo að koll-
unum litist vel á að búa þar um sig. Meðan varplð stóð
yfir, var svo tvisvar farið í hólmann, til þess að fylgjast vel
með öllu og taka nokkur egg, sem alltaf voru gott búsilag,
þar sem þau eru svo stór. Hver koila skyldi hafa þrjú egg
til útungunar, en það, sem umfram var, máttl taka. Allar
æðarkollur eiga minnst fjögur egg og margar fimm til sjö,
svo að það voru oft býsna mörg egg, sem við komum með
heim.
Ég held, að móðir mín hafi þekkt öll hreiðrin, svo að það
var oftast auðvelt fyrir hana að veija eggin. Þó man ég vel,
að í seinni ferðinni þurfti hún oft að skyggna eggln, elns og
hún orðaði það, þ. e. að horfa í þau á móti sól tll að sann-
reyna, hvort þau væru orðin unguð, en auðvitað voru aldrei
tekin nema ný egg. í þeirri ferð tókum við oft svolítinn dún
úr hreiðrum þeirra fugla, sem þegar höfðu reytt slg tölu-
vert.
Síðasta ferðin var svo farin, þegar kollurnar höfðu flestar
eða allar ungað út og dúnninn hirtur úr hreiðrunum. Sfðan
þurfti að þurrka dúninn og hrelnsa mjög vel og var það
jafnan seiniegt og fremur vont verk, sem konurnar leystu
af hendi ár eftir ár.“
„En frændi, — elga koliurnar enga óvini? Þurfti aldrei
að vaka yfir varpinu?" spurði Svenni.
„Jú, Svenni minn, æðarkollurnír eiga óvini, sem hiffa
þeim ekkl og eggjum þeirra, ef þeir komast f færl. Verstu
óvinir þeirra eru rebbl og svartbakur, en einnlg koma fleiri
45