Æskan - 01.10.1974, Qupperneq 51
Um ungmennafélögin
'X/É
~SW M .örgLjm leikur ef til vill forvitni á því að
kynnast ungmennafélögunum og starf-
semi þeirra. í þessari ritgerð mun ég drepa á það
helsta í starfssögu félaganna.
Fyrsta ungmennafélagið (U.M.F. Akureyrar) var
stofnað 7. janúar 1907 á Akureyri, en Ungmennasam-
band íslands var stof'nað 3. ágúst 1907. Megin bar-
áttumál félaganna í upphafi voru m. a. sjáifstæði
Islands, bindindi, verndun móðurmálsins, íþróttir og
kynning fornbókmennta. Á þessum tímum mátti líkja
ungmennafélögunum við skóla, svo fróðleg og þrosk-
andi voru þau fyrir unga fólkið sem í þeim var. Árið
1911 barst U.M.F.Í. stórgjöf. Tryggvi Gunnarsson gaf
félaginu stóra landspildu við Sogið í Grímsnesi (Ár-
nessýslu) í þeim tilgangi að það ræktaði þar skóg.
Ungmenínafélögin hófu þar skógrækt og Þrastaskógur
fór að rísa. Nú er þar einn fegursti skógur landsins,
og í honum miðjum hefur verið útbúinn stór og góður
ieikvangur. Auk þess rekur U.M.F.Í. þar veitingaskála.
Á seinni áratugum hafa íþróttir notið aukinna vin-
sælda í ungmennafélögunum og eru margir frækn-
ustu íþróttamenn þjóðarinnar félagar í þeim.
Merki U.M.F.Í. er hvítur kross á bláum grunni, eins
og þjóðfáni íslands var í upphafi, en ungmennafélög-
ir> áttu mikinn þátt í því að íslanid eignaðist eigin fána.
Síðast en ekki síst skal þess getið, að U.M.F.Í. gefur
út blaðið Skinfaxá, sem kemur út á 2ja mánaða fresti.
Áuk þess gefa hin ýmsu félög og sérsambönd út blöð
og fréttabréf.
Af þessu sést, hve mikilvægt menningar- og upp-
byggingarstarf ungmennafélögin hafa innt af hendi.
það er svo í mörgum byggðarlögum, að ungmenna-
lélögin eru einu aðilarnir sem standa fyrir menningar-
°g félagslífi og hafa átt og eiga frumkvæði að bygg-
'hgu íþróttamannvirkja, félagsheimila og jafnvel skóla.
þvi má heldur ekki gleyma hve það er menntandi og
bppbyggjandi fyrir unga fólkið í félögunum að vinna
við skipulagningu og framkvæmd hinna ýmsu mála.
bað er því augljóst að ef ungmennafélögin væru ekki
lii staðar yrði félags-, íþrótta- og menningarlif hér á
landi miklum mun fábreyttara en það er nú. Ég vil
því ráðleggja öllum ungmennum, sem hafa áhuga á
félagsmálum og menningu síns byggðarlags, bind-
indi og uppbyggingu lands og þjóðar, að ganga í
ungmennafélag.
Pétur Ármannsson, 12 ára
Eyvindarholti,
Álftanesi, Kjósarsýslu.
GETURÐU TEIKNAÐ?
Hérna sjáið þiS nýársmynd, sem teiknarinn var ekki bú-
inn meS í tæka tíS, en blaSiS gat ekki beSiS lengur eftir
henni og varS aS taka hana hálfkaraSa. ÞiS sjáiS liklega,
hvaS myndin á aS sýna, svo aS ég treysti ykkur til aS Ijúka
viS myndina og setja svo liti í hana, svo aS hún verSi fallegri.
49