Æskan

Volume

Æskan - 01.10.1974, Page 54

Æskan - 01.10.1974, Page 54
Álfaborg í undirheimum. Hildur drottning sest í hásætiS hjá konungi. Meðan þau ræddust við, konungur og drottning, komu til þeirra þrjú börn yngri en þau, sem áður er getlð, og fögnuðu þau einnig móður sinni. Hildur drottning tók því blíðlega. Tók hún yngsta barnlð á kné sér og lét að því alúðlega, en það berkaði og var óvært. Setti þá drottning af sér barnið, dró hring af hendi sér og fékk því að leika sér að. Barnið þagnaði þá og lék sér um hríð að gullinu, en missti það loksins á gólfið. Var sauðamaður þar nærstaddur, varð hann fljótur til, náði hringnum, er hann féll á gólfið, stakk honum á sig og geymdi vandlega. Varð enginn þessa var, en öllum þótti kynlegt, er hringurinn fannst hvergi, þegar leitað var. Þegar langt var liðið á nótt fram, fór Hildur drottning að hreyfa á sér til ferðar, en allir þeir, sem innan hallar voru, beiddu hana að dvelja lengur og voru mjög hryggir, er þeir sáu ferðasnið á henni. Sauðamaður hafði veitt því eftirtekt, að á einum stað í höllinni sat kona, öldruð mjög og heldur illileg. Hún, ein af öllum, sem þar voru inni, gerði hvorki að fagna Hildi drottningu, þegar hún kom, né letja hana burtfarar. Þegar konungur sá ferðasnið á Hildi og hún vildi ekki vera kyrr, hvorki fyrir bænastað hans né annarra, gekk hann til þessarar konu og mælti: „Tak nú aftur ummæli þin, móðir mín, og virð tll bænir minar, að drottning min þurfi ekki lengur að vera fjar- vistum, og mér verði svo litil og skammvinn unaðsbót að henni, sem verið hefur um hr(ð.“ Hin aldraða kona svaraði honum heldur reiðulega: ,,ÖII mín ummæli skulu standa og enginn er þess kostur, að ég taki þau aftur." Konungur hljóðnaði við og gekk harmþrunginn aftur til drottningar, lagði hendur um háls henni og minntist við hana og bað hana enn með blíðum orðum að fara hvergl. Drottning kvaðst ekki annað mega fyrir ummælum móður hans, og taldi það llkást, að þau mundu ekki oftar sjást sökum óskapa þeirra, er á sér lægju, og að manndráp þau, er af sér hefðu staðið og svo mörg væru orðin, mundu nú ekki geta leynzt og mundi hún þvl hreppa málagjöld verka sinna, þótt hún hefðl nauðug orðið að vlnna þau. Meðan hún taldi harmatölur þessar, fór sauðamaður að hafa sig til vegar út úr höllinnl, er hann sá hvernig á stóð, og svo beina leið yfir völluna að jarðfallinu og þar upp sem leið lá. Síðan stakk hann á slg hulinhjálrnssteininum, lét á sig beislið og beið svo þess að Hildur kæmi. Að lítilli stundu liðinnl kemur Hildur drottnlng þar, ein og döpur I bragði. Sest hún þá enn á bak honum og ríður heim. Þegar hún kemur þar, leggur hún sauðamann I rúm hans kyríilega og tekur þar fram af honum beislið, gengur síðan til rúms síns og leggst að sofa. Þó sauðamaður væri ailan þennan tíma glaðvakandi, lét hann sem hann svæfi, svo að Hildur yrði einskis vör. En er hún var gengin til rekkju, hefur hann engan andvara á sér framar; sofnar hann þá fast og sefur fram á dag sem von var. Morguninn eftir fer bóndi fyrstur á fætur af öllum á bæn- um. Honum var annt að vitja um sauðamann sinn, en bjóst við þeim ófögnuði, að finna hann dauðan I rúmi sínu, f staðinn fyrir jólagleði, eins og orðið hafði að undanförnu. Um leið og bóndi klæðist, vaknar hitt heimilisfólkið og klæðist. En bóndi gengur að rúml sauðamanns og hefur hendur á honum. Finnur hann þá, að smalamaður er llfs- Verður bóndi þá ails hugar feginn og lofaði guð hástöfum fyrir þessa líkn. Slðan vaknar sauðamaður heill og hress og klæðlst. Meðan á því stendur, spyr bóndl hann, hvort nokkur tíð- indi hafi borið fyrir hann um nóttina. Sauðamaður kvað nei vlð. „En mlkið undarlegan draum dreymdi mig.“ „Hvernig var draumur sá?“ seglr bóndi. Sauðamaður hóf þar sögu slna, er Hlldur kom að rúml hans og leggur við hann beislið og greinir sfðan hvert orð og atvik, er hann man framast. Þegar hann hefur lokið sögunni, setur alla hljóða nema Hildi. „Þú ert ósannindamaður að öllu þvl, sem þú hefur sagt. nema þú getir sannað með skýrum jartelknum, að svo hafi verið sem þú seglr.“ Sauðamaður varð ekki undurrjóða við það, heldur þrlfur til hringsins, er hann hafði náð um nóttina á hallargólfinu I álfheimum, og segir: „Þó ég ætli mér óskylt að sanna draumsögu með jaf' 52
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.