Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1952, Blaðsíða 24
24
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
Til vígs hún vekur eigi,
hún vekur sona lið
á frelsis fögrum degi
að festa lög og grið.
En seint er frið að festa,
er fjendur ríða urn hlið,
að búast um hið bezta
nú brýnast liggur við,
og reisa veglegt vígi
til varnar frjálsum lýð,
sem enginn yfirstígi,
unz öll er heimsins tíð.
Sami frelsisandi og umbótaþrá svipmerkja ársritið
Norðurfara, er þeir félagar Gísli Brynjúlfsson og Jón
Thoroddsen gáfu út 1848-49. “Gætir þar mjög enduróma
af þeim kröfum, er liæst létu í Norðurálfu eftir Febrúar-
byltinguna,” segir dr. Páll Eggert Ólason réttilega. (Jón
Sigurðsson: Foringinn mikli, Fyrri hluti, Reykjavík, 1945-
46, bls. 224).
Og Hannes Hafstein hefir sýnilega haft þessi miklu
byltinga- og vorleysmgaár í sögu Norðurálfunnar í huga,
þegar hann segir í hinum snjöllu minningarljóðum sínum
á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar:
Loks hófst reisn um álfu alla,
árdagsvættir heyrðust kalla-----
1 jarðvegi þessara þjóðfélagslegu nmbrota um mið-
bik aldarinnar átti Þjóðfundurinn 1851 rætur sínar, þó
að bein tildrög hans væru um annað fram það, að Friðrik
VII, sem þá var nýorðinn konungur í Danaveldi, afsalaði
sér í ársbyrjun 1848 einvaldsstjórn í ríki sínu og hét