Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1952, Blaðsíða 27
ALMANAK 27
leggjíi síðan, á grundvelli þeirra ályktana, frumvarp fyrir
næsta Þingvallafund, er haldinn skyldi sumarið 1851,
áður en Þjóðfundurinn kæmi saman í Reykjavík. Enn-
fremur var nefndinni falið að láta prenta sérstakt undir-
búningsblað fyrir Þjóðfundinn, þar sem birtar væru
skýrslur Þingvallafundar og önnur gögn varðandi málið.
Um vorið og sumarið 1850 fóru fram kosningar þjóð-
kjörinna fulltrúa til Þjóðfundarins, en konungkjömir
fulltrúar höfðu áður tilnefndir verið.
Var stjórnlagamálið nú rætt á fundum um land allt,
einnig í blöðum og tímaritum, og samþykktir gerðar um
það; en hinn almenni áhugi, sem lýsti sér á málinu, var
vitanlega ávöxturinn af nálega tíu ára þrotlausri stjórn-
málastarfsemi Jóns Sigurðssonar og stuðningsmanna
hans,' er eigi hvikuðu frá settu marki.
I kvæðum skáldanna frá þeim árum kemur það einnig
ljóst fram, hvernig þjóðinni var innan brjósts í þessum
málum, og hverjar sigurvonir hún tengdi við þjóðfund-
inn. Gætir þess eftirminnilegast í hinu stórbrotna krafta-
kvæði Bólu-Hjálmars, “Þjóðfundarsöngur 1851”. Er það
hvort tveggja í senn eldheit ástarjátning til ættjarðar-
innar og lögeggjan um að bregðast eigi málstað hennar
á örlagastund. Þessi ávarpsorð til Fjallkonunnar bera því
vitni, hversu þungt skáldinu er niðri fyrir og hver móður
honum svellur í barmi:
Þér á brjósti barn þitt liggur,
blóðfjaðrirnar sogið fær;
eg vil svarinn son þinn dyggur
samur vera í dag og gær;
en hver þér amar alls ótryggur,
eitraður visni niður i tær.