Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1952, Blaðsíða 37
ALMANAK
37
90/'
yfm
Endurminningar
Eftir séra S. S. Christophersson
Sumir lialda fram, að best sé algleymt sem gengið
er. Mun það tæplega hálfur sannleikur, mun nær sanni,
að gott sé að rita í sandi það, sem aflaga fer, en festa á
steini það, sem vel er gert.
Endurminningar geta geymt liagkvæma lífsspeki, sem
lýsir fram um ófarnar leiðir. Orðskviðir og spakmæli eru
ályktanir dregnar af atburðum fortíðarinnar, en til þess
að réttur skilningur fáist á atburðum þessum verður að
grafast fyrir upptök þeirra og tilgang. Það skapar þeim
sögulegt fullgildi.
Til þess að geta lesið ofan í kjölinn landnámssögu
fslendinga hér verður að kynnast ástæðum þeirra og lífs-
skilyrðum á fslandi. Það skapaði þeim hugsunarhátt,
vilja og þreklyndi.
Lífsskilyrði gerðu það að verkum, að lífið í heild sinni
var harður skóli. Menn urðu að leggja fram alla krafta
sálar og líkama til þess að geta haldið í horfið, en þetta
gaf þeim harðseiglu og lundfestu. Grunur minn er það,
að fáan þjóðir geti sýnt meiri úthaldssemi en íslendingar,
eins og að þeim var búið á sjó og landi.
Ekki tel eg ólíklegt, að bókmentirnar hafi átt nokk-
urn þátt í þrautseigju manna. Það er eins og orð Bjarna
Thorarensen hafi revnst mönnum að áhrínsorðum: