Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1952, Blaðsíða 64
64 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
ist ekki hósti né stuna innan að; aldrei var meiri þögn en
þá. Þannig segir í járnbrautar rímu:
Þá fer ver er þannin fer.
Þann við hlera sannan
gleymdi eg mér og göptum vér,
gláptum hver á annan.
Og ennfremur:
Rogers, hreykinn ráðgjafinn,
reiður kreiki og þönum,
vildi reykja vindil sinn,
var að kveikja í hönum.
Talaðist nú svo til með þeim Baldviu og Marino, að
þeir skiftu með sér verkum, skyldi Baldvin fara með
nefndarbrotið inn á matsöluhús til miðdegisverðar, en
Marino verða eftir og leitast við að ná tali af ráðherran-
um í gegn um annan mann, sem mundi þekkja mann
sem þekti mann,” er væri nógu handgenginn ráðherran-
um til að eiga tal við hanh persónulega.
Að leiðsögn Baldvins fórum við á næsta matsöluhús,
hengdum okkar dýru yfirhafnir þar, því oss tók sárt að
svengja, og settumst að borðum. Þannig er borðhaldinu
lýst í járnbrautarrímu:
Þar voru stútar opnir, ef
ömuðu sútir þungar.
Sendu út hinn sæta þef—
Síðasta lína vísunnar er svo máð, að hún verður ekki
lesin með algengum verkfærum, en getur hafa verið,
vegna rímsins: “Soðnir strúta ungar.” Sé hér rétt til getið,
hefir höfundurinn slagað hátt upp í Níels skálda í lesn-