Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1952, Blaðsíða 54
54 ÓLAFUR S. TIIORGEIRSSON:
unun höfðu þau af því, sem fagurt var, eins og t.d. blóm-
um. Náttúran veitir ávallt mikið yndi þeim, sem hafa
skáldlegt eðli. Einnig hafði Hallgrímur mikið yndi af
söng og hljóðfæraslætti, en hafði ekki tækifæri til að
læra að spila, þegar hann var ungur. Dóttur sína, sem
hafði erft sönglistarhæfileika hans, og hafði fagra rödd,
lét hann læra að spila á orgel. Þá átti heima á næstu bæ
við Haukastaði Gunnlaugur Oddsson, organisti Geysis-
safnaðar, maður bæði vel að sér í söng og hljóðfæraslætti.
Hann kenndi Fríðu og öðrum unglingum, ^iokkuð mörg-
um, að spila. Það hefur því oft verið glatt á hjalla, og
tekið lagið, í kringum orgelið hennar Fríðu, þegar ungt
fólk kom saman. Gekk Fríða menntaveginn og varð
skólakennari, og var þessvegna mikið í burtu eftir að
Imn óx upp.
Mér finnst mjög líklegt, að margoft hafi Hallgrímur
lesið upphátt á vetrarkvöldum, meðan konan hafði eitt-
hver verk með liöndum, og bömin hlustuðu lirifin á alís-
lenzkar sögur og ljóð. Islenzkar bókmenntir, að minnsta
kosti það bezta úr þeim, var þeim andleg uppstprettu-
lind, og við endurminningamar frá æskustöðvunum,
lieima á íslandi, hafa þau oft yljað sér.
Bæði voru þessi hjón Skagfirðingar að ætt. Hallgrím-
ur varð ekki gamall maður, sýndist upp á sitt bezta,
þegar hann veiktist hastarlega sumarið 1921, og var dáinn
eftir fáa daga (21. júlí 1921). Hans var mjög saknað, ekki
einungis af ástvinum, sem misstu svo mikið, heldur líka
af byggðarfólkinu, sem fann hvað það hafði misst góðan
samferðamann. Sigríður lifði ekki lengi eftir lát xnanns
síns. Hjónabandið var mjög ástúðlegt, og kraftar hennar
fóru nú óðum þverrandi, unz hún lést 14. apríl 1923, og
var lögð til hvíldar við hlið manns síns í Geysisbyggðar
grafreit, þar sem svo margt af landnemunum hvílir. Nú
er komin prýðileg kirkja við hliðina á grafreitnum.
Þessi 28 ár, sem síðan eru liðin, hafa breytt svo