Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1952, Blaðsíða 61
ALMANAK 61
norður á milli Manitobavatns og Winnipegvatns. Hin
langþreyða og eftirvænta járnbraut til Riverton var köll
Bakkabraut í liáði, því hún mundi naumast hafa “pláss”
á vatnsbakkanum til að vera nógu langt frá Árborgar
brautinni.
Einn af fyrstu ríkisþingmönnum Ný-lslendinga og
einn af mikilhæfustu og beztu mönnum í Canada, fyrr-
um borgarstjóri Winnipegborgar, William McCreary,
vinur fslands og fslendinga, hafði fengið loforð ríkis-
stjómarinnar um tvöfalt tillag til Bakkabrautarinnar til að
lokka C.P.R. til að leggja hana (járnbrautarfélög leggja
ekki jámbrautir á sinn kostnað), en Stonewall Jackson
nr. II., aðstoðaður af íslenzkum forkólfi, kom því til
leiðar, að þetta ríkistillag yrði fært yfir á Árborgar braut-
ina. McCreary var þá dáinn, og var auðvelt að telja
stjórninni trú um, að þetta væri brautin, sem hann hafði
alið önn fyrii'.
Flestir þeir, sem sóttu um há embætti hjá hinu opin-
bera, þingmensku eða sveitarráðsmensku, lofuðu að
koma með Bakkabrautina, ef þeir næðu kosningu, en
það lognaðist fram af þeirn, hverjum á fætur öðrum.
“Einn var sá, sem aldrei svaf” og stöðugt ól á þessu
járnbrautarmáli, það var Baldvin Baldvinsson, þáverandi
fylkisþingmaður, þó hann líti svo á að norður Ný-fslend-
ingar hefðu vatnsveg bæði á vatni og landi. Vildi hann,
að þeir létu einusinni til sín taka með því að senda vel-
skipaða nefnd—heilt vagnhlass—til Winnipeg.
Skyldi nú þessi 70 mannanefnd, ásamt þingmanni
kjördæmisins, fara á fund varaforseta C.P.R., sem þá var
staddur í Winnipeg.
Stöðvarstjórinn í Árborg hafði gert það, líklega af
skömmum sínum, að láta sérhvern nefndarmann borga
fullt fargjald þaðan til Winnipeg. Nefndarmenn urðu
þess ekki vísir, fyrr enn lestin var runnin af stað, að ein-
uiitt á þessum tíma var niðursett fargjald með öllum