Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1952, Blaðsíða 46
46 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
sínum og byggð. Höfundur seinni minningargreinarinnar
hefir, fyrir hvæversku sakir, eigi látið nafns síns getið,
en auðséð, að þar er byggt á nánum kynnum af þeim
Haukastaðahjónum. — Ritstj.)
I.
Ætterni og æskuminiiingar
Eftir Kristínu Sigfríði (Friðriksson) Benedictson
Þar sem foreldra minna var sama sem ekkert getið í
bók Þorsteins Þ. Þorsteinssonar um sögu Vestur-lslend-
inga, sökum þess, að hvorugt okkar systkinanna var
heima, þegar safnað var heimildum í Geysisbyggðinni,
sendi eg hérmeð til prentunar endurminningar um þau
frá “Góðum vin”, er lét mér þær í té. Margir aðrir ná-
grannar og vinir hafa látið það í ljósi, að “tilhlýðilegt
væri að minnast þessara velkynntu landnema”, eins og
þeir hafa orðað það, þó að all langt sé orðið síðan þau
hjónin vom lögð til hinztu hvíldar. Þar sem eg er ein
eftir af fjölskyldunni, legg eg út í að flétta þennan blóms-
veig til minningar um þau, sem voru okkur svo ástrík
og kær.
Það, sem eg veit um ætt foreldra minna, Hallgríms
Valdimars Friðrikssonar á Haukastöðum í Geysisbyggð
í Manitoba (f. 15. febr. 1863, d. 21. júlí 1921) og Önnu
Sigríðar Pétursdóttur (f. 10. des. 1856, d. 14. apríl 1923)
fer hér á eftir:
Hallgrímur faðir minn var sonur Friðriks, bónda í
Borgargerði í Norðurárdal, Sveinssonar, bónda á Litlu-
Sólheimum, Jónssonar, lió.nda í Borgargerði, Ásgiáms-
sonar, bónda á Syðstu-Grund, Nikulássonar
Kona Ásgríms, móðir Jóns í Borgargerði, var Elín
Árnadóttir, Eiríkssonar, prests á Höfða, Hallssonar, prests
J