Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1952, Blaðsíða 43
ALMANAK 43
Myndastytta Jóns stendur í garðinum við Þinghús
Manitoba, eins og kunnugt er. Kemur manni í huga, að
hann. horfi haukfránum augum yfir hag landa sinna hér.
Nú skal getið einnar messuferðar, því hún er táknræn
fyrir þann tíma. Kirkja var kominn upp, en stöðug prests-
þjónusta ekki fáanleg. Nú barst út sú frétt, að prestur
væri væntanlegur og það ætti að messa næsta sunnudag.
Þegar kom að þeim degi, tók bóndi einn í suðaustur
byggðinni það ráð, þótt um sumar væri, að spenna uxa
fyrir sleða, til þess að komast til kirkju með skyldulið
sitt. Ekki er annars getið, en að ferðalag þetta gengi vel
og komið væri til messu í tíma.
Það liggur í hlutarins eðli, að sigur frumbýlingsár-
anna fékst eins mikið fyrir atbeina konunnar eins og
manns hennar; þær saumuðu rnargar föt fyrir heimilið;
prjónaverk unnu þær svo gott, að það þótti taka fram
öllu öðru á markaðnum. Þegar þær sóttu fundi, fóru þær
prjónandi, gangandi eða keyrandi. Þeim skildist, að vel
hagnýtt stund bar gull í mund.
Það þótti nýung, þegar reiðhjól fóru að berast inn í
byggðina. Taldist ekki sá maður með mönnum, sem ekki
komst yfir einn þennan reiðskjóta; ræddu menn um kosti
þeirra og ókosti, eins og gert er um bifreiðamar nú á
dögum. Það voru þó aðallega vngri menn, sem notuðu
þessi ferðatæki til gagns og gleði. Nú munu fornvinir
þessir iðulega afdánkaðir og reknir út í horn. Margt
æfintýrið myndu þeir geta sagt, og enn minna þeir á
marga gleðistund á góðri braut og sólbjörtum sumardegi.
Unglingarnir, sem þá voru, eru nú komnir í allar áttir;
sumir hafa gengið hið síðasta spor sitt á þessari jörð, og
bera aldrei fyrir aftur. Við, sem eftir erum, gerumst við
háan aldur, og ber fljótt að síðustu sólhvörfum.
Ofanskráðar endurminningar eru ekki um neina stór-
kostlega viðburði, eg hvgg þó að þær feli í sér boðskap,
sem standi til bóta, ef hann er ræktur.