Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1952, Blaðsíða 60
rvjrví
VJ) v
“Við nefndin”
Eftir Guttomi J. Guttormsson
(Frásögn, færð í gamanstíl, af sönnum atburði
frá fyrri árum.)
Eimvagninn ýtir á undan sér undraverkfærinu járn-
brautar sporleggjara nútímans. (The Modem Track-
layer). Afleiðingin fer þar á undan orsökinni, eins og
þegar maður ekur hjálbörum. Sporleggjarinn flytur jám-
brautarböndin fram fyrir sig, lætur þau niður, leggur
teinana á þau ofan, mælir—án kvarða eða tommustokks—
bilið á milli teinanna svo ekki skeikar um hársbreidd,
rennur á járnbrautarsporið jafnótt og hann leggur það,
heldur stöðugt áfram brautina á enda.
Hinn fávísi, sem þetta sér, segir í hjarta sínu: það
tekur ekki langan tíma né fyrirhöfn að leggja járnbraut.
Hann hugsar ekki um, hve þetta sem liann sér hefir
langan aðdraganda, hve margt hefir farið fram til að
fá þessu til vegar komið.
Eins og kunnugt er, hafði Riverton verið án járn-
brautar síðan guð skapaði heiminn, árið eitt (1). Hartnær
tvær sólaldir liðu frá því járnbraut var lögð til Gimli
þar til hún var framlengd til Riverton. Var það af ýms-
um ástæðum, kunnum og ókunnum. Á þessu tímabili
var járnbraut lögð til Árborgar, sem er 15 mílur frá
Riverton og “París Nýja-íslands”, og tvær jámbrautir
þar fyrir vestan með stuttu millibili. Járnbraut til River-
ton (ef til kæmi) mnndi því verða hin fjórða, sem lægi
J