Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1952, Blaðsíða 115
ALMANAK 115
JÚLl 1951
4. Elizabctli Sigríður Johnson, ekkja Alberts C. Johnson, fyrrum
ræðismanns Dana og Islendinga í Vestur-Canada, að heimili
sínu í Winnipeg, 76 ára að aldri. Meðal fyrstu barna, er fædd-
ust með Islendingum vestan Iiafs, dóttir Sigurðar J. Jóhann-
essonar og Guðrún Guðmundsdóttur, ættuð úr Húnavatns-
sýslu, sem fluttu til Canada með “stóra hópnum” 1873, og
settust að í Markland, Ont.
4. Helgi Björnsson, að Lundar, Man., um sextugt.
8. Sólveig Thompson, að heimili systur sinnar í Winnipeg. Fædd
á Gimli, Man., dóttir Gísla M. Thompson úr Hrútafirði, sem
kunnur var fyrir tímarita- og blaðaútgáfu sína vestan hafs,
og konu hans Moniku Friðriksdóttur Pétursson.
17. Þorsteinn Sigurður Kárdal, að Gimli, Man. Fæddur 18. júní
1897 í Kárdalstungu í Vatnsdal í Hánavatnssýslu. Forledrar:
Jón Konráðsson og Guðfinna Þorsteinsdóttir. Kom til Canada
1922. Rakari og fistkimaður, um skeið forseti fiskimanna-
samtakanna í Manitoba. Meðal systkina hans er Ólafur Kár-
dal söngvari.
22. Ragnar Sigurður Ólafsson, að heimili sínu í grennd við Mor-
den, Man. Fæddur að Álptagerði í Skagafjarðarsýslu 18. marz
1883. Foreldrar: Ólafur Árnason og Ragnlieiður Sigurðar-
dóttir. Fluttist með Jieim vestur um haf til Norður-Dakota
1887, en t\ eim árum síðar til íslenzku byggðarinnar við Mor-
den, og bjó þar sfðan.
27. Ásta Markússon, ekkja Jóhann Phillip Markússon fyrrum
rakara í Winnipeg, af slysförum í Vancouver, B.C., 58 ára
að aldri.
1 júlí Hjörtur S. Guðmundsson, formaður, drukknaði af bát sín-
um á Winnipegvatni. Sonur landnámshjónanna Iljartar Guð-
mundssonar og konu hans, er lengi bjuggu í nágrenni \’ið
Árnes í Nýja-Islandi, bæði látin.
ÁGÚST 1951
4. Guðfinna Austfjörð, kona Guðmundar Austfjörð frá Mikley,
Man., á sjúkrahúsi í Winnipeg, 76 ára að aldri.
‘ • Jóhanna Ingibjörg Pétursson, ekkja Péturs Péturssonar frá
Fornaseli í Álftaneshreppi, á Grace sjúkrahúsinu í Winnipeg.
Fædd að Árnabrekku í Borgarhreppi í Mýrasýslu 6. júlí 1869.
Foreldrar: Þórður Guðmundsson og Bergþóra K. Bergþórs-
dóttir. Fluttist vestur um haf með manni sinum 1901. og voru
þau um langt skeið búsett í Grunnavatnsbyggð. Áhugasöm
mjög um félagsmál.
23. Þóra Ludwigsson, kona Einars Ludwigsson í Winnipeg, á
sjúkraliúsi þar í borg, 68 ára að aldri. Fædd á ísafirði, .,
fluttist barnung með foreldrum sínum vestur um haf, og ólst