Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1952, Blaðsíða 65
ALMANAK 65
ingu, því það stendur einhvers staðar í bók, að strútsegg
séu soðin í sandi á eyði mörkinni. Séu eggin unguð, eru
ungarnir að sjálfsögðu soðnir (í eggjunum), En ekki þarf
að taka það fram, að enginn slíkur réttur var á borðinn.
Og ennfremur:
Augum lyngdi Baldvin brátt,
borðsins þyngdi gæði,
orðum rigndi helgum hátt
hann er signdi fæði.
Ekkert gat verið fjær sannleikanum en það, að Bald-
vin, þó hann væri velþenkjandi og vandaðasti maður,
færi að lesa borðbæn, þar eð hann vissi ekki fyrir hvenær
við yrðum kallaðir á fund ráðherrans. Það gat komið
fyrir á hverri stundu, og þegar verst stóð á, í miðri bæn.
Enda varð sú raunin á, að kallið kom öllum á óvart, um
miðja máltíð.
Marino er allt í einu þar kominn og biður alla upp
standa og hraða sér á fund ráðherrans. Vildum “við
nefndin” fá að Ijúka við máltíðina, eða að minstakosti
hafa tíma til að tyggja það, sem við höfðum látið upp í
okkur. En Baldvin sagði, að við yrðum að tvggja á leið-
inni, því hin minsta töf gæti valdið því, að tækifærið
að tala við ráðherrann gengi okkur úr greipum. Þegar
gestgjafinn sá, hve hvatlega við stóðum upp frá hálfétn-
om málsverði, horfði.hann á okkur rannsakandi augum;
mátti margt lesa úr því augnaráði. Var það ráð tekið
að skilja yfirhafnirnar eftir að veði eða sem trygging
þess, að við mundum koma aftur og éta það, sem eftir
var. Hlupum við nú allir út í vetrargrimdina snögg
klæddir á eftir Marino, er var sá eini er var í yfirhöfn
og átti hana óveðsetta.
Ekki varð þetta til að rýra álit hérlendra á Islending-