Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1952, Blaðsíða 111
ALMANAK 111
að Hóli á Melrakkasléttu í Norður-Þingeyjarsýslu. Kom til
Vesturheims með foreldrum sínum 1881.
31. Lilja Sesselja Jónsdóttir Alfred, ekkja Jóns Alfred, á elli-
heimilinu “Betel” á Gimli, Man. Fœdd 15. ágúst 1860 að
Saurbæ í Tungusveit í Skagafjarðarsýshi. Foreldrar: Jón
Símonarson og Sigurveig Jónsdóttir. Kom vestur um liaf
1891. Sonur hennar af fyrra hjónabandi er Karl skólaumsjón-
armaður í Virden, Man.
APRIL 1951
2. Katrín Friðrika Goodman, ekkja Carls Goodman, að heimili
sínu í Winnipeg, 83 ára að aldri.
3. Gunnlaugur Guðmundsson Martin, að heimili dóttur sinnar
og tengdasonar i Portage la Prairie, Man. Fæddur á Flugu i
Breiðdal i Norður-Múlasýslu 6. mar/ 1875. Foreldrar: Guð-
mundur Marteinsson, siðar landnemi í Hnausa-byggð, og
Kristín Gunnlaugsdóttir Bjaniasonar frá Ilöskuldsstöðum i
Eydalaprestakalli. Fluttist til Canada með foreldrum sínum
1878.
4. Snjólaug Johnson, ekkja Páls Johnson, á sjúkrahúsinu í Wyn-
yard, Sask. Fædd að Skáldalæk i Þingvallasýslu 12. des. 1864.
Foreldrar: Jóhann Jónsson og Anna Jóhannsdóttir. Fluttist
\estur um liaf til Bandaríkjanna með foreldrum sínum 1890,
en var lengstum búsett i Dafoe-byggðinni i Saskatchewan.
11. Ifildur Guðrún Ketilsson, kona Ófeigs G. Ketilssonar að Nai-
cam, Sask., á St. Paul sjúkrahúsinu i Saskatoon. Fædd 13.
maí 1885 i Kollavíkurseli í Svalbarðshreppi i Norður-Þing-
eyjarsýslu. Foreldrar: Bjarni Bjamason og Sigriður Péturs-
dóttir. Kom til Manitoba fyrir 45 árum, en jian hjón voru
búsett um 30 ára skeið i Kristnes-byggðinni í Saskatchewan.
14. Þorbjörg Friðgeirsson, ekkja Ásgeirs Friðgeirssonar skósmiðs
(albróður séra Einars Friðgeirssonar á Borg), á elliheimilinu
“Betel” að Gimli, Man. Fædd 2. júni 1865 i Dufansdal í
Arnarfirði 1 Barðastrandasýslu. Foreldrar: Hákon Snæbjarn-
arson og Jóhanna Jónsdóttir. Kom til Canada með manni
sínum fyrir aldamót.
19. Stefán Anderson, á sjúkrahúsi að Gimli, Man. Fæddur 12.
júlí 1877 að Jökulsá i Borgarfirði i Norður-Múlasýslu. For-
eldrar: Egill Árnason og Guðlaug Stefánsdóttir. Kom til Can-
ada 1903, og bjó um langt skeið i Leslie, Sask., en síðustu
árin að Gimli.
21. Tómas Benjamínsson smiður, að heimili sínu á Lundar, Man.
Fæddur 8. apríl 1876 á Ökrum í Mýrasýslu. Foreldrar: Benja-
min Jónsson og Sigurbjörg Oddleifsdóttir. Fluttist vestur um
haf til Canada 1909. Hafði átt heima á ýmsum stöðum í
Manitoba og Saskatchewan, en seinasta aldarfjórðunginn á
Lundar.
22. Einar Haralds, í Vancouver, B.C., 61 árs að aldri. Ættaður