Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1952, Blaðsíða 84
84 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
3. Carrie Svanhvít, 4) gift Óskar Paulson bygginga-
meistara í Cliarleswood, úthverfi Winnipegborgar. Ósk-
ar er sonur Péturs Pálssonar (Paulson) frá Ánastöðum í
Loðmundarfirði í N. Múlasýslu. Hann var með fyrstu
frumherjum í Nýja-lslandi. Hann bjó á Jaðri. Mikill karl
og harðsnúinn.
4. Guðmundur Franklin. Hann er kvæntur Eyjólfinu
Árnadóttir Pálssonar, frænku sinni. Þau búa í Victoria
Beach, Man. Hann var í herþjónustu í fyrra heimsstríð-
inu og var lengi handan við haf. Hann tók þátt í orustum
við Passchendale, Cambrai, Arras, Amiens og Mons. 1
seinni orustunni við Mons særðist hann, en náði sér
allvel aftur.
5. Arthur Eyjólfur í Winnipeg. Hann hefur lengi
keyrt fólksflutningabíla (bus) í Winnipeg og grendinni.
Hann var um stund í hernum í fyrra heimsstríðinu, en
var leystur frá herþjónustu, því hann þótti of ungur.
Hann hefur aldrei kvænst.
6. Lára er yngst, hún er gift hérlendum manni (Mrs.
Webb), á heimili í Winnipeg. Hjá henni dvelur Gíslína
nú. Fyrir nokkm síðan datt Gíslína og meiddi sig. Var
það beinbrot. Hefur hún nú náð sér allvel og gengur í
kring á hækjum. En þrátt fyrir slys og háan aldur, hefur
hún ekki lagt árar í bát hvað vinnu snertir. Hún hefur
alla æfi verið iðjusöm og sívinnandi og nú í ellinni
hefur hún lokið á stuttum tíma við að prjóna 30 pör af
skrautbúnum sokkum (fancy socks), auk þess sem hún
hefur litið eftir sínum eigin þörfum. Þegar hún nú eftir
4) Carrie Svanhvít heitir í liöfuðið á hinni merku ágætiskonu
Caroline Christophersson, konu Sigurðar Christophersson, frum-
herjans nafnkunna, en hún var í daglegu tali nefnd Carrie. Gíslína
var grannkona og vinkona hennar í Argyle. Hún hét líka í liöfuðið
á Svanhvít föðursystir sinni, er snögglega dó nálægt Glenboro í
sept. 1894. Þetta gullfallega nafn “Svanhvít” var ekki óalgengt
hjá austfirzkum kynkvislum lieima.