Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1952, Blaðsíða 42
42 ÓLAFUR S. TIIORGEIRSSON:
hey-hlass, og var kýr bundin aftan í; var þetta vinnu-
maður bóndans, sem hann hafði talað við; afhenti vinnu-
maður þetta hvorutveggja sem gjöf fyrir hönd húsbónda
síns.
Kom það nokkrum sinnum fyrir, að menn gáfu kýr
þeim, sem ver voru staddir. Hjálpsemin kom í ljós á
ýmsan hátt. Eg minnist þess sem annara þjóða maður
sagði: “Þið Islendingar eruð undarlegir menn. Þegar
einhver ykkar sker sig í fingur, fá menn fyrir lijartað og
leggja sig í framkróka til þess að liðsinna eftir megni.”
Sel eg þessi orð ekki dýrara en eg keypti.
Nú verður að víkja að stjónnnálaafstöðu manna.
Frjálslyndi flokkurinn komst að sem ráðandi flokkur um
þessar mundir. \hir hann undir forstöðu Thomas Green-
way. Kom Greenway keyrandi alla leið frá Ontariofylki,
sem er langur vegur og torfær. Var Greenway búinn
ágætum kostum og foringja hæfileikum.
Gerðist hann bóndi og vann að bústörfum eftir að
hann varð fylkisstjóri. Hann var vinveittur í garð fslend-
inga og hafði álit á þeim. Minntist hann eitt sinn á fundi
á þá; “My friends, the Icelanders”. Gall þá við Skoti
einn: “They are daisies”.
Menn hneigðust yfirleitt að stefnu frjálslvnda flokks-
ins á þeim árum. Er það haft til orðs eitt sinn þegar
Greenway leitaði kosninga til þings, að allir atkvæðis-
bærir Landar greiddu honum atkvæði sitt, að undan-
teknum einum, sem ekki treystist að sækja kosninga-
staðinn vegna lasleika.
Menn, sem komu þroskaðir frá fslandi, og sem höfðu
átt sinn í þátt í því að standa á öndverðum meið gegn
hinni rammdrægu íhaldsstefnu Dana, voru búnir að fá
sig fullkevpta. Mun það liafa á allmikinn þátt ráðið
stjórnmálastefnu þeirra, þegar liingað var komið.
Menn gáfu Greenway æfisögu Jóns Sigurðssonar,
sem til var á ensku.